Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 07:46 Barnier (t.v.) og Juncker (t.h.) heilsast með virktum í Evrópuþinginu. Þeim hugnast ekki hugmyndir nýja breska forsætisráðherrans. Vísir/EPA Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamanns sambandsins. Leiðtogar ESB hafa tekið fálega í hugmyndir Johnson. Í fyrstu ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Johnson að hann ætlaði sér að fella út ákvæðið um baktrygginguna. Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. „Ekkert ríki sem metur sjálfstæði sitt, og í reynd sjálfsvirðingu sína, gæti fallist á samning þar sem það afsalaði sér efnahagslegu sjálfstæði okkar og fullveldi eins og þessi baktryggingin gerir,“ sagði Johnson við þingheim. Þegar Johnson ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma í gær lagði Juncker áherslu á að útgöngusamningurinn sem þegar liggur fyrir væri sá besti sem Bretum standi til boða. Opnaði Juncker þó á möguleikann á frekari viðræðum á næstu vikum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barnier tók í sama streng þrátt fyrir að hann teldi hugmynd Johnson um að fella út baktrygginguna óviðunandi. Sambandið væri opið fyrir hugmyndum Breta sem hægt væri að samræma núverandi útgöngusamningi. Þeim samningi var hafnað í þrígang í breska þinginu sem leiddi til afsagnar Theresu May sem forsætisráðherra. Johnson hefur heitið því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr. Hann hefur jafnframt sagst tilbúinn að gera það án útgöngusamnings takist honum ekki að herja betra samkomulag út úr evrópskum ráðamönnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamanns sambandsins. Leiðtogar ESB hafa tekið fálega í hugmyndir Johnson. Í fyrstu ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Johnson að hann ætlaði sér að fella út ákvæðið um baktrygginguna. Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. „Ekkert ríki sem metur sjálfstæði sitt, og í reynd sjálfsvirðingu sína, gæti fallist á samning þar sem það afsalaði sér efnahagslegu sjálfstæði okkar og fullveldi eins og þessi baktryggingin gerir,“ sagði Johnson við þingheim. Þegar Johnson ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma í gær lagði Juncker áherslu á að útgöngusamningurinn sem þegar liggur fyrir væri sá besti sem Bretum standi til boða. Opnaði Juncker þó á möguleikann á frekari viðræðum á næstu vikum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barnier tók í sama streng þrátt fyrir að hann teldi hugmynd Johnson um að fella út baktrygginguna óviðunandi. Sambandið væri opið fyrir hugmyndum Breta sem hægt væri að samræma núverandi útgöngusamningi. Þeim samningi var hafnað í þrígang í breska þinginu sem leiddi til afsagnar Theresu May sem forsætisráðherra. Johnson hefur heitið því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr. Hann hefur jafnframt sagst tilbúinn að gera það án útgöngusamnings takist honum ekki að herja betra samkomulag út úr evrópskum ráðamönnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55