WFP tvöfaldar dreifingu matvæla í Kongó Heimsljós kynnir 29. júlí 2019 12:30 Ljósmynd frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. WFP/Jacques David Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hyggst tvöfalda dreifingu á matvælum til íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem smitast hafa af ebólu og vandamanna þeirra, alls um 440 þúsund manns. Verkefnið stendur yfir næstu sex mánuði en eins og kunnugt er af fréttum hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýst yfir neyð á heimsvísu vegna faraldursins sem stigmagnast í Kongó og hefur borist til landamæraborgarinnar Goma, auk nokkurra tilvika í grannríkinu Úganda. Með yfirlýsingu WHO fyrir tveimur vikum fólust skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að herða baráttuna gegn faraldrinum og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna – ein lykilstofnana í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands í mannúðarmálum – setti þegar af stað áætlun til að bregðast við aukinni neyð á svæðinu. Fulltrúar WFP segja að matvælaaðstoðin miði að því að veita nauðsynlega næringu til þeirra þúsunda einstaklinga sem þegar eru smitaðir af ebóluveirunni. Viðtakendur fá mat í 28 daga, viku lengur en meðgöngutímabil veirunnar er, en frá því sýking verður líða þrjár vikur þar til einkenni koma fram. Verkefnið gerir einnig stjórnvöldum og heilbrigðisstofnunum sem berjast gegn útbreiðslu sjúkdómsins kleift að fylgjast betur með heilsufari fólksins því það þarf að sækja matinn á heilsugæslustöðvar og þarf í leiðinni að undirgangast heilsufarsskoðun. Herve Verhoosel, talsmaður WFP, segir að þeir einstaklingar sem hafi læknast af faraldrinum fái matvælaaðstoð í eitt ár. Þá ætlar stofnunin að fjórfalda matvælaaðstoð til skóla á ebólusvæðum með næringarríkum heitum hádegismat en börn á þessum stríðshrjáðu svæðum eru flest alvarlega vannærð. Sjötíu þúsund börn koma til með að fá heita máltíð dag hvern í stað sautján þúsunda áður. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hyggst tvöfalda dreifingu á matvælum til íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem smitast hafa af ebólu og vandamanna þeirra, alls um 440 þúsund manns. Verkefnið stendur yfir næstu sex mánuði en eins og kunnugt er af fréttum hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýst yfir neyð á heimsvísu vegna faraldursins sem stigmagnast í Kongó og hefur borist til landamæraborgarinnar Goma, auk nokkurra tilvika í grannríkinu Úganda. Með yfirlýsingu WHO fyrir tveimur vikum fólust skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að herða baráttuna gegn faraldrinum og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna – ein lykilstofnana í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands í mannúðarmálum – setti þegar af stað áætlun til að bregðast við aukinni neyð á svæðinu. Fulltrúar WFP segja að matvælaaðstoðin miði að því að veita nauðsynlega næringu til þeirra þúsunda einstaklinga sem þegar eru smitaðir af ebóluveirunni. Viðtakendur fá mat í 28 daga, viku lengur en meðgöngutímabil veirunnar er, en frá því sýking verður líða þrjár vikur þar til einkenni koma fram. Verkefnið gerir einnig stjórnvöldum og heilbrigðisstofnunum sem berjast gegn útbreiðslu sjúkdómsins kleift að fylgjast betur með heilsufari fólksins því það þarf að sækja matinn á heilsugæslustöðvar og þarf í leiðinni að undirgangast heilsufarsskoðun. Herve Verhoosel, talsmaður WFP, segir að þeir einstaklingar sem hafi læknast af faraldrinum fái matvælaaðstoð í eitt ár. Þá ætlar stofnunin að fjórfalda matvælaaðstoð til skóla á ebólusvæðum með næringarríkum heitum hádegismat en börn á þessum stríðshrjáðu svæðum eru flest alvarlega vannærð. Sjötíu þúsund börn koma til með að fá heita máltíð dag hvern í stað sautján þúsunda áður. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent