3.114 fiskar veiddust í vikunni í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2019 10:00 Atli Bergman með væna urriða úr Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Þriðja veiðivikan í Veiðivötnum var greinilega ágæt og þrátt fyrir krefjandi skilyrði suma dagana eru komnir yfir 10.000 fiskar á land. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 10.772 fiska en eins og venjulega þegar rýnt er í tölurnar er fyrsta vikan yfirleitt alltaf best nema á mjög köldu ári. Fyrsta vikan á þessu tímabili gaf 4.020 fiska. Mesta veiðin er úr Litlasjó sem hefur gefið 2.828 urriða og þar kemur svo næst á eftir Snjóölduvatn sem hefur gefið 2.656 fiska, mest bleikju en það er mjög mikið af 1-2 punda bleikju í vatninu. Vötnin sunnan Tungnár hafa verið mun minna sótt en við höfum þó frétt af nokkrum veiðimönnum sem hafa verið að kíkja í Ljótapoll og gert ágæta veiði. Mikill fjöldi hefur sótt í Frostastaðavatn suma dagana en þar hefur verið grisjunarátak í gangi enda vatnið ofsetið af smábleikju. Þrátt fyrir að bleikjan úr vatninu sé smá þá er hún afar bragðgóð. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði
Þriðja veiðivikan í Veiðivötnum var greinilega ágæt og þrátt fyrir krefjandi skilyrði suma dagana eru komnir yfir 10.000 fiskar á land. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 10.772 fiska en eins og venjulega þegar rýnt er í tölurnar er fyrsta vikan yfirleitt alltaf best nema á mjög köldu ári. Fyrsta vikan á þessu tímabili gaf 4.020 fiska. Mesta veiðin er úr Litlasjó sem hefur gefið 2.828 urriða og þar kemur svo næst á eftir Snjóölduvatn sem hefur gefið 2.656 fiska, mest bleikju en það er mjög mikið af 1-2 punda bleikju í vatninu. Vötnin sunnan Tungnár hafa verið mun minna sótt en við höfum þó frétt af nokkrum veiðimönnum sem hafa verið að kíkja í Ljótapoll og gert ágæta veiði. Mikill fjöldi hefur sótt í Frostastaðavatn suma dagana en þar hefur verið grisjunarátak í gangi enda vatnið ofsetið af smábleikju. Þrátt fyrir að bleikjan úr vatninu sé smá þá er hún afar bragðgóð.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði