Sara er einhleyp og segist vera mjög sátt og hamingjusöm eins og staðan er í dag. Hún vill ekki meina að hún sér sérstaklega að leita eftir einhverjum en aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orðin hennar Söru eru.
ON:
1. Sjálfsöryggi finnst mér vera mjög heillandi í fari karlmanns. Hann þarf ekkert endilega að vera með allt á hreinu en vera öruggur í fasi og hafa trú á sjálfum sér.2. Heiðarleiki. Þá meina ég fyrst og fremst gagnvart sjálfum sér. Það smitar út frá sér og endurspeglast í framkomu gagnvart öðrum.
3. Húmor. Bæði húmor fyrir sjálfum sér og öðrum. Það er gott að geta hlegið saman.
4. Ævintýraþrá. Að þora að fara út fyrir þægindarammann, upplifa ný ævintýri og að vera til í allt mögulegt þrátt fyrir að vera óviss um hvernig ævintýrið endar.
5. Karlmenn sem eru óhræddir við að opinbera sig, vera vanmáttugir. Mér finnst það geta verið svo fallegt í fari karlmanns.
OFF:
1. Karlmenn sem finnast allt vera erfitt eða vesen og eru stöðugt að upplýsa mig um það.2. Fýlugirni. Karlmenn sem virðast fara í fýlu yfir öllu mögulegu og reyna að stjórna öðru fólki með fýlunni sinni.
3. Karlmenn sem geta ekki verið einir. Það finnst mér mjög óheillandi og myndi fá mig til að velta því fyrir mér hvort að ég væri bara uppfyllingarefni.
4. Framtaksleysi. Karlmenn sem hafa það ekki í sér að græja og gera. Stundum þarf kona aðstoð.
5. Hangarar og Netflix týpur. Mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegt að horfa og hanga, einungis til að horfa og hanga. Sumt er gott í hófi og jafnvel mikilvægt að kunna að hanga. En þegar samskiptin byggjast á því! Then we have a problem!

Þeir sem vilja fylgjast betur með Söru þá er Instagram prófíllinn hennar hér.
Hefur þú áhuga á því að deila Bone-orðunum þínum með okkur?
Ef þú ert einhleyp/ur og hefur áhuga á því að koma í viðtal þá endilega sendið okkur línu á makamal@syn.is.
Einnig tökum við fagnandi við ábendingum um einhleypa einstaklinga.
