Atletico búið að ganga frá kaupum á Trippier Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2019 15:03 Trippier spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júnímánaðar vísir/getty BBC segir Kieran Trippier orðinn leikmann Atletico Madrid. Hann kemur til Madrid frá Tottenham fyrir 20 milljónir punda. Trippier er 28 ára hægri bakvörður sem hefur verið í herbúðum Tottenham frá 2015. Hann á yfir 100 leiki að baki fyrir Tottenham og var lykilmaður í vörn Englands á HM 2018. Hvorugt félaganna hefur staðfest fréttirnar í dag, en fyrr í vikunni var búið að greina frá því að kaupin myndu ganga í gegn fyrir helgi. Blaðamaður BBC segir söluna hins vegar frágengna og tilkynning sé væntanleg seinna í kvöld.Kieran Trippier’s move from Tottenham to Atletico Madrid is a done deal - England right-back has passed his medical and signed a four-year contract in a deal worth ~£20m plus add-ons, ending his four-year spell at Spurs. Transfer to be announced this evening #THFC#AtleticoMadrid — David Ornstein (@bbcsport_david) July 17, 2019 Samkvæmt Orstein er samningur Trippier til fjögurra ára, sem bindur hann hjá Atletico til 2023. Englendingurinn er uppalinn í akademíu Manchester City. Þaðan fór hann á lán til Barnsley og síðar Burnley. Burnley keypti hann árið 2012 og var hann þar í þrjú ár áður en Tottenham fékk bakvörðinn til sín. Hann hefur samtals spilað 346 leiki fyrir Barnsley, Burnley og Tottenham og skorað í þeim 11 mörk. Hann á 16 A-landsleiki fyrir England og eitt mark. Trippier er þriðji varnarmaðurinn sem Diego Simeone fær til sín í sumar, á eftir miðverðinum Felipe frá Porto og vinstri bakverðinum Renan Lodi frá brasilíska liðinu Athletico Paranaense. Þá hefur Diego Godin yfirgefið Atletico fyrir Inter Milan. Þar að auki hefur Atletico fengið Joao Felix og Marcos Llorente. Heildareyðsla Atletico í sumar er því komin yfir 170 milljónir punda. Atletico fékk hins vegar um 108 milljónir fyrir Antoine Griezmann þegar hann fór til Barcelona.Uppfært klukkan 16:20: Tottenham hefur staðfest að Trippier yfirgefi félagið fyrir Atletico Madrid. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
BBC segir Kieran Trippier orðinn leikmann Atletico Madrid. Hann kemur til Madrid frá Tottenham fyrir 20 milljónir punda. Trippier er 28 ára hægri bakvörður sem hefur verið í herbúðum Tottenham frá 2015. Hann á yfir 100 leiki að baki fyrir Tottenham og var lykilmaður í vörn Englands á HM 2018. Hvorugt félaganna hefur staðfest fréttirnar í dag, en fyrr í vikunni var búið að greina frá því að kaupin myndu ganga í gegn fyrir helgi. Blaðamaður BBC segir söluna hins vegar frágengna og tilkynning sé væntanleg seinna í kvöld.Kieran Trippier’s move from Tottenham to Atletico Madrid is a done deal - England right-back has passed his medical and signed a four-year contract in a deal worth ~£20m plus add-ons, ending his four-year spell at Spurs. Transfer to be announced this evening #THFC#AtleticoMadrid — David Ornstein (@bbcsport_david) July 17, 2019 Samkvæmt Orstein er samningur Trippier til fjögurra ára, sem bindur hann hjá Atletico til 2023. Englendingurinn er uppalinn í akademíu Manchester City. Þaðan fór hann á lán til Barnsley og síðar Burnley. Burnley keypti hann árið 2012 og var hann þar í þrjú ár áður en Tottenham fékk bakvörðinn til sín. Hann hefur samtals spilað 346 leiki fyrir Barnsley, Burnley og Tottenham og skorað í þeim 11 mörk. Hann á 16 A-landsleiki fyrir England og eitt mark. Trippier er þriðji varnarmaðurinn sem Diego Simeone fær til sín í sumar, á eftir miðverðinum Felipe frá Porto og vinstri bakverðinum Renan Lodi frá brasilíska liðinu Athletico Paranaense. Þá hefur Diego Godin yfirgefið Atletico fyrir Inter Milan. Þar að auki hefur Atletico fengið Joao Felix og Marcos Llorente. Heildareyðsla Atletico í sumar er því komin yfir 170 milljónir punda. Atletico fékk hins vegar um 108 milljónir fyrir Antoine Griezmann þegar hann fór til Barcelona.Uppfært klukkan 16:20: Tottenham hefur staðfest að Trippier yfirgefi félagið fyrir Atletico Madrid.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira