64 sm bleikja í Lónsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2019 08:44 64 sm bleikjan sem veiddist í Fnjóská. Mynd: Mattías Þór Hákonarson Það hefur verið ansi líflegt í Lónsá og greinilegt að bleikjustofninn í ánni er að koma ansi sterkur inn þetta sumarið. Mattías Þór Hákonarson leiðsögumaður hefur verið við veiðar ásamt góðum hóp veiðimanna þar undanfarna daga og veiðin hefur verið afar góð eða 15-20 fiskar á dag. Mest af því sem er að veiðast er rígvæn sjóbleikja en fyrsti laxinn er líka kominn úr ánni. Það vita það allir sem hafa tekist á við sjóbleikju að hún er ótrúlega hörð í átökunum og mun þyngri á línunni en lax og af þessum sökum eru margir sem gera út á að veiða hana í flottu straumvatni eins og Lónsá. Stærsta bleikjan sem kom á land er engin smásmíð eins og sést á meðfylgjandi mynd en hún er 64 sm að lengd og klárlega sú stærsta sem við höfum frétt af í sumar. Vænar bleikjur veiðast reglulega í ánum fyrir norðan eins og Víðidalsá, Vatnsdalsá, Fnjóská, Hafralónsá, Skjálfanda, Eyjafjarðará bara svo nokkrar séu nefndar og við höfum ekki heyrt annað en að veiðin á bleikju sem góð í þeim öllum það sem af er tímabilinu en toppurinn á göngunum er yfirleitt eftir miðjan júlí svo það á bara eftir að bæta í. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Lausir dagar í veiðiánum fljótir að seljast í dag Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði
Það hefur verið ansi líflegt í Lónsá og greinilegt að bleikjustofninn í ánni er að koma ansi sterkur inn þetta sumarið. Mattías Þór Hákonarson leiðsögumaður hefur verið við veiðar ásamt góðum hóp veiðimanna þar undanfarna daga og veiðin hefur verið afar góð eða 15-20 fiskar á dag. Mest af því sem er að veiðast er rígvæn sjóbleikja en fyrsti laxinn er líka kominn úr ánni. Það vita það allir sem hafa tekist á við sjóbleikju að hún er ótrúlega hörð í átökunum og mun þyngri á línunni en lax og af þessum sökum eru margir sem gera út á að veiða hana í flottu straumvatni eins og Lónsá. Stærsta bleikjan sem kom á land er engin smásmíð eins og sést á meðfylgjandi mynd en hún er 64 sm að lengd og klárlega sú stærsta sem við höfum frétt af í sumar. Vænar bleikjur veiðast reglulega í ánum fyrir norðan eins og Víðidalsá, Vatnsdalsá, Fnjóská, Hafralónsá, Skjálfanda, Eyjafjarðará bara svo nokkrar séu nefndar og við höfum ekki heyrt annað en að veiðin á bleikju sem góð í þeim öllum það sem af er tímabilinu en toppurinn á göngunum er yfirleitt eftir miðjan júlí svo það á bara eftir að bæta í.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Lausir dagar í veiðiánum fljótir að seljast í dag Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði