Stórhættulegur snákur skríður laus um götur Cambridge Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 23:06 Þetta er ekki snákurinn sem um ræðir. Þeir eru þó afar svipaðir, enda af sömu tegund. Anadolu Agency/Getty Kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus gengur, eða öllu heldur skríður, nú laus um stræti Cambridge í Bretlandi. Lögreglan í Cambridge leitar nú snáksins sem hvarf í gær. Leitinni hefur orðið lítið ágengt en þó hefur tekist að hafa uppi á eiganda snáksins sem hefur staðfest hvarf hans.Malayopython reticulatus er lengsta snákategund heims en hún getur náð allt að sex og hálfs metra lengd að meðaltali. Þær eiga rætur að rekja til suðaustur Asíu, til að mynda Malasíu og Taílands. Snákurinn sem um ræðir er í kring um 2,7 metra, heldur styttri en sá lengsti sem fundist hefur, en sá var 9,6 metrar. Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa séð slönguna að hafa strax samband við neyðarlínuna. Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær geta vafið sér utan um bráð sína og kyrkt til bana áður en þær gleypa hana í heilu lagi. Snákum eins og þeim sem hér á í hlut líður best í skógarumhverfi nálægt ám og stöðuvötnum. Þær eiga auðvelt með sund og því ekki ólíklegt að snákurinn leiti á svæði þar sem aðstæður til þess er að finna.Malayopython reticulatus er meðal fárra snákategunda sem geta valdið mönnum skaða. Þekkt tilfelli þar sem slíkir snákar hafa banað mannfólki eru nokkur en snákarnir geta gleypt meðalmanneskju í heilu lagi.#cambscops In the early hours of this morning Officers attended the area of Lovell Rd Cambridge, Reports of a three meter snake seen in the area. Police have located the owner but not the Reticulated Python confirmed to be 9ft long. Any sighting please notify Cambs Police on 101. — Cambs police (@CambsCops) June 30, 2019 Bretland Dýr England Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus gengur, eða öllu heldur skríður, nú laus um stræti Cambridge í Bretlandi. Lögreglan í Cambridge leitar nú snáksins sem hvarf í gær. Leitinni hefur orðið lítið ágengt en þó hefur tekist að hafa uppi á eiganda snáksins sem hefur staðfest hvarf hans.Malayopython reticulatus er lengsta snákategund heims en hún getur náð allt að sex og hálfs metra lengd að meðaltali. Þær eiga rætur að rekja til suðaustur Asíu, til að mynda Malasíu og Taílands. Snákurinn sem um ræðir er í kring um 2,7 metra, heldur styttri en sá lengsti sem fundist hefur, en sá var 9,6 metrar. Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa séð slönguna að hafa strax samband við neyðarlínuna. Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær geta vafið sér utan um bráð sína og kyrkt til bana áður en þær gleypa hana í heilu lagi. Snákum eins og þeim sem hér á í hlut líður best í skógarumhverfi nálægt ám og stöðuvötnum. Þær eiga auðvelt með sund og því ekki ólíklegt að snákurinn leiti á svæði þar sem aðstæður til þess er að finna.Malayopython reticulatus er meðal fárra snákategunda sem geta valdið mönnum skaða. Þekkt tilfelli þar sem slíkir snákar hafa banað mannfólki eru nokkur en snákarnir geta gleypt meðalmanneskju í heilu lagi.#cambscops In the early hours of this morning Officers attended the area of Lovell Rd Cambridge, Reports of a three meter snake seen in the area. Police have located the owner but not the Reticulated Python confirmed to be 9ft long. Any sighting please notify Cambs Police on 101. — Cambs police (@CambsCops) June 30, 2019
Bretland Dýr England Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira