Verndarengillinn Sterling á forsíðu GQ: Mamman talaði ekki við hann í hálft ár eftir að hann byrjaði að drekka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2019 23:15 Sterling fer um víðan völl í viðtalinu við GQ. vísir/getty Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“ England Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“
England Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira