Segja að Man. United hafi fundið manninn til að koma í stað Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 07:30 Saul Niguez hefur verið frábær á miðju Atletico Madrid síðustu ár. Vísir/Getty Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira