Jökla fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2019 08:50 Þessi flotti lax veiddist í Jöklu í fyrradag. Mynd: Strengir Veiðiþjónusta FB Fréttir af laxveiðinni á norðausturlandi eru mun betri en af vesturlandi enda vantar ekkert vatn í árnar fyrir norðan. Ein af þeim ám sem veiðimenn þurfa líklega aldrei að hafa áhyggjur af vatnsleysi í er Jökla en veiðin í henni hefur farið vel af stað. Í fyrradag veiddust til að mynda átta laxar á svæðinu og flestir af þeim mjög vænir. Sá stærsti sem kom á land var 94 sm lax úr Klapparhyl en veiðimenn sáu fleiri laxa á þeim veiðistað. Hólaflúð er sem fyrr gjöfulasti veiðistaðurinn en veiðistaðirnir þar sem hliðarárnar renna í Jöklu eru þó að koma mjög sterkir inn. Einn af þeim stöðum er Fossárgrjót en þar veiðist oft vel þegar líður aðeins á tímabilið. Það hefur veriðvel bókað í Jöklu í sumar og fréttir af góðum aflabrögðum gera það líklega að verkum að fleiri sækja í Jöklu og hinar árnar á norður og norðausturlandi þar sem nægt vatn er í ánum lax að ganga ólíkt því ástandi sem ríkir í ánum á vesturlandi. Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Innsend frétt úr Korpunni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Hollið með 71 lax í Hofsá Veiði
Fréttir af laxveiðinni á norðausturlandi eru mun betri en af vesturlandi enda vantar ekkert vatn í árnar fyrir norðan. Ein af þeim ám sem veiðimenn þurfa líklega aldrei að hafa áhyggjur af vatnsleysi í er Jökla en veiðin í henni hefur farið vel af stað. Í fyrradag veiddust til að mynda átta laxar á svæðinu og flestir af þeim mjög vænir. Sá stærsti sem kom á land var 94 sm lax úr Klapparhyl en veiðimenn sáu fleiri laxa á þeim veiðistað. Hólaflúð er sem fyrr gjöfulasti veiðistaðurinn en veiðistaðirnir þar sem hliðarárnar renna í Jöklu eru þó að koma mjög sterkir inn. Einn af þeim stöðum er Fossárgrjót en þar veiðist oft vel þegar líður aðeins á tímabilið. Það hefur veriðvel bókað í Jöklu í sumar og fréttir af góðum aflabrögðum gera það líklega að verkum að fleiri sækja í Jöklu og hinar árnar á norður og norðausturlandi þar sem nægt vatn er í ánum lax að ganga ólíkt því ástandi sem ríkir í ánum á vesturlandi.
Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Innsend frétt úr Korpunni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Hollið með 71 lax í Hofsá Veiði