3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2019 13:00 Veiðimaður með 10 punda urriða úr Grænavatni Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Það er hörkugangur í silungsveiðinni um allt land og veiðimenn sem sækja stíft í silunginn í sumar líklega þakklátir fyrir veðurblíðuna sem hefur varið í allt sumar. Það sést á veiðitölunum úr Veiðivötnum að veiðin er ljómandi góð og veðrið hefur verið mun betra en í fyrrasumar. Það hjálpar auðvitað mikið því þá standa veiðimenn lengur við vötnin og að sama skapi tekur fiskurinn oft betur í blíðskaparveðri og þá sérstaklega á morgnana og á kvöldin. Heildarveiðin í annari viku í Veiðivötnum er 3.638 fiskar sem skiptist þannig að það hafa veiðst 1.642 urriðar og 1.996 bleikjur. Mesta veiðin er í Snjóölduvatni en þar er mikið af bleikju og flestir sem stoppa þar við mokveiða en hún er ekki stór. 997 fiskar veiddust svo úr Litlasjó. Heildarveiðin í Veiðivötnum er þá komin í 7.658 fiska og mesta veiðin enn sem komið er kemur úr Litlasjó enda er það vatn langsamlega mest stundað af vötnunum. Stærsti fiskurinn er ennþá 13,2 punda urriði sem veiddist í Hraunvötnum. Eitthvað er af lausum stöngum í sumar svo þeir sem hafa verið óheppnir með veður og vatnsleysi í laxveiðiánum eiga góðan séns á fiski ef þeir bara drífa sig upp eftir. Mest lesið Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði
Það er hörkugangur í silungsveiðinni um allt land og veiðimenn sem sækja stíft í silunginn í sumar líklega þakklátir fyrir veðurblíðuna sem hefur varið í allt sumar. Það sést á veiðitölunum úr Veiðivötnum að veiðin er ljómandi góð og veðrið hefur verið mun betra en í fyrrasumar. Það hjálpar auðvitað mikið því þá standa veiðimenn lengur við vötnin og að sama skapi tekur fiskurinn oft betur í blíðskaparveðri og þá sérstaklega á morgnana og á kvöldin. Heildarveiðin í annari viku í Veiðivötnum er 3.638 fiskar sem skiptist þannig að það hafa veiðst 1.642 urriðar og 1.996 bleikjur. Mesta veiðin er í Snjóölduvatni en þar er mikið af bleikju og flestir sem stoppa þar við mokveiða en hún er ekki stór. 997 fiskar veiddust svo úr Litlasjó. Heildarveiðin í Veiðivötnum er þá komin í 7.658 fiska og mesta veiðin enn sem komið er kemur úr Litlasjó enda er það vatn langsamlega mest stundað af vötnunum. Stærsti fiskurinn er ennþá 13,2 punda urriði sem veiddist í Hraunvötnum. Eitthvað er af lausum stöngum í sumar svo þeir sem hafa verið óheppnir með veður og vatnsleysi í laxveiðiánum eiga góðan séns á fiski ef þeir bara drífa sig upp eftir.
Mest lesið Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði