Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Heimsljós kynnir 9. júlí 2019 10:45 Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðuneytið kynnti á síðasta ári nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu, með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum ríkjum. Þetta eru fyrstu styrkirnir sem veittir eru úr sjóðnum. Bæði verkefnin styðja við heimsmarkmið nr. 8 um mannsæmandi atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á fjölmörg önnur heimsmarkmið. Styrkþegar eru fyrirtækin Marel og Thoregs. Marel hlaut rúmlega sjö milljóna króna styrk fyrir verkefni sem snýst um að efla mannauð í víetnömskum fiskvinnslum í meðhöndlun og vinnslu á tilteknum fiskafurðum með það að markmiði að bæta gæði og auka söluverðmæti afurða. Verkefnið kemur til með að hafa bein áhrif á uppbyggingu atvinnumöguleika og stuðla að sjálfbærum hagvexti í Víetnam. Thoregs slf. hlaut fimm milljóna króna styrk vegna verkefnis sem unnið er í samstarfi íslenskra og indverskra aðila. Markmið verkefnisins er tækniyfirfærsla í mjólkur- og matvælavinnslu, með sérstakri áherslu á próteinríkar vörur. Byggðir verða upp klasar sjálfstæðra framleiðslueininga á Indlandi sem starfa á staðbundinn og sjálfbæran hátt. Alls bárust níu umsóknir í sjóðinn.Upplýsingar um samstarf við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent
Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðuneytið kynnti á síðasta ári nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu, með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum ríkjum. Þetta eru fyrstu styrkirnir sem veittir eru úr sjóðnum. Bæði verkefnin styðja við heimsmarkmið nr. 8 um mannsæmandi atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á fjölmörg önnur heimsmarkmið. Styrkþegar eru fyrirtækin Marel og Thoregs. Marel hlaut rúmlega sjö milljóna króna styrk fyrir verkefni sem snýst um að efla mannauð í víetnömskum fiskvinnslum í meðhöndlun og vinnslu á tilteknum fiskafurðum með það að markmiði að bæta gæði og auka söluverðmæti afurða. Verkefnið kemur til með að hafa bein áhrif á uppbyggingu atvinnumöguleika og stuðla að sjálfbærum hagvexti í Víetnam. Thoregs slf. hlaut fimm milljóna króna styrk vegna verkefnis sem unnið er í samstarfi íslenskra og indverskra aðila. Markmið verkefnisins er tækniyfirfærsla í mjólkur- og matvælavinnslu, með sérstakri áherslu á próteinríkar vörur. Byggðir verða upp klasar sjálfstæðra framleiðslueininga á Indlandi sem starfa á staðbundinn og sjálfbæran hátt. Alls bárust níu umsóknir í sjóðinn.Upplýsingar um samstarf við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent