Gott í vötnunum á Snæfellsnesi Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2019 09:46 Veiðin í vötnunum á Snæfellsnesi hefur verið mjög góð í þessum mánuði og þar er kannski helst að nefna Hraunsfjörð sem hefur verið ansi líflegur. Það er sem fyrr þeir sem þekkja vötnin vel sem gera góða veiði og einn af þeim er fyrrum Formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, en hann stundar Hraunsfjörð mikið yfir sumarið. Bjarni var við veiðar ekki alls fyrir löngu við vatnið og gerði mjög góða veiði án þess að gefa upp heildarmagn en í aflanum var mest væn bleikja en líka sjóbirtingur. Það hefur verið mikið líf í vatninu og þrátt fyrir að það hafi verið seint í gang er veiðin þar komin á fullt. Baulárvallavatn hefur líka verið að gefa fína veiði en það eru engu að síður margir sem fara í vatnið án þess að verða varir. Líklegasta skýringin er sú að það er einfaldlega verið að veiða á röngum tíma dags. Besta veiðin í vatninu er nefnilega eldsnemma á morgnana og síðan mjög seint á kvöldin. Það gerist voða lítið yfir hábjartan daginn svo það er alveg óhætt að bleyta færi í Hraunsfirði, taka svo smá bíltúr og klára daginn í Baulárvallavatni. Það er nefnilega oft hægt að setja í ansa væna fiska þar. Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Veiðin í vötnunum á Snæfellsnesi hefur verið mjög góð í þessum mánuði og þar er kannski helst að nefna Hraunsfjörð sem hefur verið ansi líflegur. Það er sem fyrr þeir sem þekkja vötnin vel sem gera góða veiði og einn af þeim er fyrrum Formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, en hann stundar Hraunsfjörð mikið yfir sumarið. Bjarni var við veiðar ekki alls fyrir löngu við vatnið og gerði mjög góða veiði án þess að gefa upp heildarmagn en í aflanum var mest væn bleikja en líka sjóbirtingur. Það hefur verið mikið líf í vatninu og þrátt fyrir að það hafi verið seint í gang er veiðin þar komin á fullt. Baulárvallavatn hefur líka verið að gefa fína veiði en það eru engu að síður margir sem fara í vatnið án þess að verða varir. Líklegasta skýringin er sú að það er einfaldlega verið að veiða á röngum tíma dags. Besta veiðin í vatninu er nefnilega eldsnemma á morgnana og síðan mjög seint á kvöldin. Það gerist voða lítið yfir hábjartan daginn svo það er alveg óhætt að bleyta færi í Hraunsfirði, taka svo smá bíltúr og klára daginn í Baulárvallavatni. Það er nefnilega oft hægt að setja í ansa væna fiska þar.
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði