Eystri Rangá fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2019 09:00 Gunnar Helgason gerði nýlega góða veiði í Eystri Rangá. Allt um það í Veiðikofanum á Facebook. Eystri Rangá virðist í fyrstu fara mun betur af stað en í fyrra og það lofar góðu fyrir framhaldið en afrakstur stækkandi sleppinga á að byrja skila sér í ár. Það er dæmigert í Eystri að fyrstu dagana og vikurnar er stórlaxahlutfallið með því hæsta sem þekkist og það er alls ekki óalgengt að taka lax sem er yfir 85 sm. Fyrstu dagarnir frá opnun lofa góðu og það er fiskur að sjást víða í ánni en hefðbundnir staðir eins og Bátsvað, Rimahylur, Hofteigsbreiða, Dýjanes, Rangárflúðir og Tóftarhylur eru meðal þeirra staða sem lax virðist liggja mikið í. Núna á stækkandi straum verður mjög gaman að fylgjast með framvindu mála í ánni því eins og við höfum nefnt eru oftar en ekki sterkustu göngurnar af stórlaxi í ánna fyrstu 2-3 vikurnar og þeir sem lenda í því einu sinni koma alltaf aftur í ánna. Það er líka gaman að segja frá því að veiðimenn eru farnir að veiða án þess að vera með hefðbundnar Rangár græjur sem eru þungar flugur og sökkendi en þess í stað eru margir farnir að veiða á flotlínur og það voru jafnvel nokkur dæmi um að veiðimenn settu í laxa á hitch þegar áin var í sínum bestu skilyrðum. Mest lesið Flott opnun í Leirá Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Fleiri fréttir af veiði á Skagaheiði Veiði Fréttir úr Djúpinu Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði
Eystri Rangá virðist í fyrstu fara mun betur af stað en í fyrra og það lofar góðu fyrir framhaldið en afrakstur stækkandi sleppinga á að byrja skila sér í ár. Það er dæmigert í Eystri að fyrstu dagana og vikurnar er stórlaxahlutfallið með því hæsta sem þekkist og það er alls ekki óalgengt að taka lax sem er yfir 85 sm. Fyrstu dagarnir frá opnun lofa góðu og það er fiskur að sjást víða í ánni en hefðbundnir staðir eins og Bátsvað, Rimahylur, Hofteigsbreiða, Dýjanes, Rangárflúðir og Tóftarhylur eru meðal þeirra staða sem lax virðist liggja mikið í. Núna á stækkandi straum verður mjög gaman að fylgjast með framvindu mála í ánni því eins og við höfum nefnt eru oftar en ekki sterkustu göngurnar af stórlaxi í ánna fyrstu 2-3 vikurnar og þeir sem lenda í því einu sinni koma alltaf aftur í ánna. Það er líka gaman að segja frá því að veiðimenn eru farnir að veiða án þess að vera með hefðbundnar Rangár græjur sem eru þungar flugur og sökkendi en þess í stað eru margir farnir að veiða á flotlínur og það voru jafnvel nokkur dæmi um að veiðimenn settu í laxa á hitch þegar áin var í sínum bestu skilyrðum.
Mest lesið Flott opnun í Leirá Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Fleiri fréttir af veiði á Skagaheiði Veiði Fréttir úr Djúpinu Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði