Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2019 11:13 Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og vildi fá úr því skorið hvort Sýn hf. hefði brotið gegn fjölmiðlalögum. Fréttablaðið/Hanna Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum. Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga. Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu. Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur. Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið. Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum. Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga. Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu. Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur. Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið. Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira