Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 14:00 Essebsi, aldinn forseti Túnis, liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Vísir/EPA Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, var fluttur á hersjúkrahús vegna „alvarlegs heilsuneyðarástands“ í dag. Skrifstofa hans neitar fréttum fjölmiðla um að hann sé látinn. Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í höfuðborginni í dag. Essebsi er níræður og var einnig lagður inn í sjúkrahús í síðustu viku. Þá voru veikindi hans ekki sögð alvarleg. Nú segir einn ráðgjafa hans við Reuters-fréttastofuna að hann sé í mjög alvarlegu ástandi. Dregið hefur verið úr völdum embættis forseta Túnis eftir að Zine El-Abidine Ben Ali var steypt af stóli árið 2011. Essebsi hefur leikið lykilhlutverk í að koma á lýðræði í landinu án mikilla blóðsúthellinga. Hann var forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn árið 2011 og var kjörinn forseti þremur árum síðar. Essebsi hafði þegar tilkynnt að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningum á þessu ári þrátt fyrir að flokkur hans hefði hvatt hann til þess. Forsetinn sinnir fyrst og fremst utanríkis- og varnarmálum. Einn lögreglumaður féll og nokkrir aðrir særðust þegar sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í höfuðborginni Túnis í dag. Stjórnarherinn hefur glímt við uppreisnarhópa í afskekktum byggðum nærri landamærunum að Alsír undanfarin ár. Túnis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, var fluttur á hersjúkrahús vegna „alvarlegs heilsuneyðarástands“ í dag. Skrifstofa hans neitar fréttum fjölmiðla um að hann sé látinn. Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í höfuðborginni í dag. Essebsi er níræður og var einnig lagður inn í sjúkrahús í síðustu viku. Þá voru veikindi hans ekki sögð alvarleg. Nú segir einn ráðgjafa hans við Reuters-fréttastofuna að hann sé í mjög alvarlegu ástandi. Dregið hefur verið úr völdum embættis forseta Túnis eftir að Zine El-Abidine Ben Ali var steypt af stóli árið 2011. Essebsi hefur leikið lykilhlutverk í að koma á lýðræði í landinu án mikilla blóðsúthellinga. Hann var forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn árið 2011 og var kjörinn forseti þremur árum síðar. Essebsi hafði þegar tilkynnt að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningum á þessu ári þrátt fyrir að flokkur hans hefði hvatt hann til þess. Forsetinn sinnir fyrst og fremst utanríkis- og varnarmálum. Einn lögreglumaður féll og nokkrir aðrir særðust þegar sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í höfuðborginni Túnis í dag. Stjórnarherinn hefur glímt við uppreisnarhópa í afskekktum byggðum nærri landamærunum að Alsír undanfarin ár.
Túnis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira