Samningur Íslands og FAO ræddur á ársfundi stofnunarinnar Heimsljós kynnir 27. júní 2019 16:30 Qu Dongyu nýr framkvæmdastjóri FAO. FAO/ Alessia Pierdominco Nýgerður samningur milli Íslands og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kom til umræðu á ársfundi stofnunarinnar í vikunni. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands hjá FAO tók til máls á fundinum, undir umræðum um fiskveiðimál, og gerði þinginu grein frá samningnum sem snýr að áformum í baráttunni gegn ólöglegum og stjórnlausum fiskveiðum og rusli í hafi. Þá minnti hann á að á næsta ári verður fagnað 25 ára afmæli sáttmála um stjórn fiskveiða, Code of Conduct, en ætlunin er að aðildarþjóðirnar sameinist um nýja og stefnumarkandi yfirlýsingu. Stefán Jón hvatti ríkin til að taka fullan þátt í gerð þeirrar yfirlýsingar, en hún verður meðal annars á borði framkvæmdaráðs fiskveiðinefndarinnar þar sem Ísland situr fyrir hönd Evrópuríkja. Á ársfundinum í Róm var Qu Dongyu frá Kína var kjörinn nýr framkvæmdastjóri FAO eftir spennandi kosningabaráttu. Hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð, 108, gegn 71 atkvæði Catherine Geslain-Lanéelle, franska frambjóðandans, sem borinn var fram af Evrópusambandinu og 12 atkvæðum Davit Kirvalidze, Georgíumanns, sem Bandaríkin studdu opinberlega. Qu Dongyu tekur við starfinu af Jose Graziano da Silva frá Brasilíu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent
Nýgerður samningur milli Íslands og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kom til umræðu á ársfundi stofnunarinnar í vikunni. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands hjá FAO tók til máls á fundinum, undir umræðum um fiskveiðimál, og gerði þinginu grein frá samningnum sem snýr að áformum í baráttunni gegn ólöglegum og stjórnlausum fiskveiðum og rusli í hafi. Þá minnti hann á að á næsta ári verður fagnað 25 ára afmæli sáttmála um stjórn fiskveiða, Code of Conduct, en ætlunin er að aðildarþjóðirnar sameinist um nýja og stefnumarkandi yfirlýsingu. Stefán Jón hvatti ríkin til að taka fullan þátt í gerð þeirrar yfirlýsingar, en hún verður meðal annars á borði framkvæmdaráðs fiskveiðinefndarinnar þar sem Ísland situr fyrir hönd Evrópuríkja. Á ársfundinum í Róm var Qu Dongyu frá Kína var kjörinn nýr framkvæmdastjóri FAO eftir spennandi kosningabaráttu. Hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð, 108, gegn 71 atkvæði Catherine Geslain-Lanéelle, franska frambjóðandans, sem borinn var fram af Evrópusambandinu og 12 atkvæðum Davit Kirvalidze, Georgíumanns, sem Bandaríkin studdu opinberlega. Qu Dongyu tekur við starfinu af Jose Graziano da Silva frá Brasilíu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent