2000 urriðar á land hjá Ion Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2019 08:00 Sumarveiðin á Ion svæðinu getur verið spennandi. Mynd: Iceland Outfitters Veiðin á Ion svæðinu á Þingvöllum hefur verið mjög góð frá opnun og eru vinsældir svæðisins ekkert að minnka. Það skal svo sem engan undra að það sæki margir í að veiða þarna enda eru urriðarnir stórir og feykna sterkir og skemmtilegir viðureignar. Heildarveiðin á svæðinu er komin yfir 2.000 urriða og ólíkt því sem oft er haldið fram dettur botninn alls ekki úr veiðinni yfir hásumarið. Vissulega minnkar veiðin aðeins en þessir tröllvöxnu ísaldarurriðar eru engu að síður á sveimi við Þorsteinsvík og við Ölfusvatnsárós þar sem mesta veiðin er oft á sumrin. Veiðiaðferðum er aðeins breytt á þessum tíma og í stað þess að vera með straumflugur er veitt á litlar púpur og þurrflugu. Þetta er nefnilega mjög spennandi tími og svo ég tali ekki um á björtum kvöldum þegar þú sérð í bökin á 15-20 punda urriðum í kastfæri við þig. Það fær hjartað alveg til að slá aðeins hraðar. Það hefur verið uppselt á svæðið frá opnun en samkvæmt okkar heimildum eru einhverjar stangir lausar í júlí og ágúst. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði
Veiðin á Ion svæðinu á Þingvöllum hefur verið mjög góð frá opnun og eru vinsældir svæðisins ekkert að minnka. Það skal svo sem engan undra að það sæki margir í að veiða þarna enda eru urriðarnir stórir og feykna sterkir og skemmtilegir viðureignar. Heildarveiðin á svæðinu er komin yfir 2.000 urriða og ólíkt því sem oft er haldið fram dettur botninn alls ekki úr veiðinni yfir hásumarið. Vissulega minnkar veiðin aðeins en þessir tröllvöxnu ísaldarurriðar eru engu að síður á sveimi við Þorsteinsvík og við Ölfusvatnsárós þar sem mesta veiðin er oft á sumrin. Veiðiaðferðum er aðeins breytt á þessum tíma og í stað þess að vera með straumflugur er veitt á litlar púpur og þurrflugu. Þetta er nefnilega mjög spennandi tími og svo ég tali ekki um á björtum kvöldum þegar þú sérð í bökin á 15-20 punda urriðum í kastfæri við þig. Það fær hjartað alveg til að slá aðeins hraðar. Það hefur verið uppselt á svæðið frá opnun en samkvæmt okkar heimildum eru einhverjar stangir lausar í júlí og ágúst.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði