Liðsstjóri Haas ekki sáttur með Magnussen Bragi Þórðarson skrifar 11. júní 2019 16:00 Magnussen keyrði harkalega á vegg í tímatökunum á laugardaginn. Getty Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada. Formúla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada.
Formúla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira