„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 10:25 Kristinn Hrafnsson og Julian Assange. Vísir/EPA Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að Bandaríkjamenn séu með framgöngu sinni gegn Julian Assange að vega að grunngildum blaðamennskunnar og þar með lýðræðisins. Stjórnvöld sendi út þau skilaboð að enginn greinarmunur verði gerður á njósnum annars vegar og blaðamennsku í almannaþágu hins vegar. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi í morgun frá því að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. „Þarna er verið að uppfylla ákveðin formsatriði en að því er virðist verið að gefa út þau skilaboð að innanríkisráðherra ætli sér ekki að blanda sér í þetta mál frekar,“ segir Kristinn sem bætir við að hingað til bendi ekkert til þess að yfirvöld í Bretlandi ætli sér að spyrna við fæti. Javid hefði verið í lófa lagið að hafna framsalsbeiðninni. Bandaríkjamenn sýna á spilin á morgun Framsalsbeiðnin fer fyrir breska dómstóla á morgun en það kemur til kasta dómstóla að skera endanlega úr um það hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. „Fyrsti alvöru réttardagurinn er á morgun um hádegisbil í Bretlandi þar sem Bandaríkjamenn leggja fram skjöl og upplýsingar til að styðja við framsalskröfu sína,“ segir Kristinn sem bætir við að þá sjáist betur á spilin. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni var hann staddur í Túnis á þingi Alþjóðasambands blaðamanna. Hann segir að fyrir liggi tillaga um að lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála. Kristinn bendir á að ferlið sem er að fara í hönd gæti orðið langt og strangt. Langur tími gæti liðið þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um mögulegt framsal. Sviptingar á vettvangi breskra stjórnmála gætu jafnvel haft áhrif á málið. Hann segir að WikiLeaks teymið hafa í auknum mæli fundið fyrir stuðningi. Þeir sem kynna sér málið til hlítar átti sig á ranglætinu og alvarleika málsins fyrir frjálsa fjölmiðlun. Kristinn segir að málið snúist hvorki um einstaklinga né neinn tiltekinn fjölmiðil. Framganga Bandaríkjanna sé árás á grunngildi blaðamennskunnar. „Þetta er ákæra á blaðamennsku sem hefur verið stunduð frjáls í okkar heimshluta að miklu leyti fram til þessa og nú er bara orðin breyting þar á.“ Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að Bandaríkjamenn séu með framgöngu sinni gegn Julian Assange að vega að grunngildum blaðamennskunnar og þar með lýðræðisins. Stjórnvöld sendi út þau skilaboð að enginn greinarmunur verði gerður á njósnum annars vegar og blaðamennsku í almannaþágu hins vegar. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi í morgun frá því að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. „Þarna er verið að uppfylla ákveðin formsatriði en að því er virðist verið að gefa út þau skilaboð að innanríkisráðherra ætli sér ekki að blanda sér í þetta mál frekar,“ segir Kristinn sem bætir við að hingað til bendi ekkert til þess að yfirvöld í Bretlandi ætli sér að spyrna við fæti. Javid hefði verið í lófa lagið að hafna framsalsbeiðninni. Bandaríkjamenn sýna á spilin á morgun Framsalsbeiðnin fer fyrir breska dómstóla á morgun en það kemur til kasta dómstóla að skera endanlega úr um það hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. „Fyrsti alvöru réttardagurinn er á morgun um hádegisbil í Bretlandi þar sem Bandaríkjamenn leggja fram skjöl og upplýsingar til að styðja við framsalskröfu sína,“ segir Kristinn sem bætir við að þá sjáist betur á spilin. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni var hann staddur í Túnis á þingi Alþjóðasambands blaðamanna. Hann segir að fyrir liggi tillaga um að lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála. Kristinn bendir á að ferlið sem er að fara í hönd gæti orðið langt og strangt. Langur tími gæti liðið þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um mögulegt framsal. Sviptingar á vettvangi breskra stjórnmála gætu jafnvel haft áhrif á málið. Hann segir að WikiLeaks teymið hafa í auknum mæli fundið fyrir stuðningi. Þeir sem kynna sér málið til hlítar átti sig á ranglætinu og alvarleika málsins fyrir frjálsa fjölmiðlun. Kristinn segir að málið snúist hvorki um einstaklinga né neinn tiltekinn fjölmiðil. Framganga Bandaríkjanna sé árás á grunngildi blaðamennskunnar. „Þetta er ákæra á blaðamennsku sem hefur verið stunduð frjáls í okkar heimshluta að miklu leyti fram til þessa og nú er bara orðin breyting þar á.“
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30