Mikið líf í Ölfusárósnum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2019 10:57 Það veiðast oft flottir sjóbirtingar í Ölfusársónum Mynd úr safni Ölfusárósinn hefur í gegnum árin verið misvel sóttur þrátt fyrir að þarna sé veiðivon góð og mikill fiskur á ferðinni. Fiskurinn sem þarna fer um er bæði lax, bleikja og sjóbirtingur og stundum er afskaplega mikið af bleikju og sjóbirting þá sérstaklega á þessum árstíma. Veiðin á svæðinu hefur síðustu ár sveiflast frá því að vera ráðandi vestan megin yfir í að mesti hluti fisksins virðist ganga með landinu Eyrarbakkameginn. Það sem ræður þessu er hreyfing á sandinum sem breytir straumnum og þetta sumarið er straumurinn ennþá ríkjandi austanmeginn. Þeir sem hafa verið að kíkja þarna síðustu daga hafa oft gert ágæta veiði enda hefur veður svo til engin áhrif á veiðina. Það er lykilatriði að vera kominn um það bil tvo tíma fyrir flóð og veiða í aðfallinu, liggjandanum og síðan alla vega fyrsta klukkutímann í fráfallinu. Það þarf ekkert að vaða út því sjóbirtingurinn og bleikjan taka oft alveg upp við land. Þarna má oft fá væna fiska og það kemur fyrir nokkuð oft í júní og júlí að veiðimenn setji í væna laxa þarna líka. Besta veiðin er á flugu, þá sérstaklega hefur stór Sunray með glitri í vængnum, veidd á sökkenda enda intermediate línu verið að virka mjög vel. Mest lesið Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður Veiði 30 punda lax á land á Nesi Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Laxá í Ásum farin að sýna laxana Veiði Fín opnun í Vatnsdalsá Veiði
Ölfusárósinn hefur í gegnum árin verið misvel sóttur þrátt fyrir að þarna sé veiðivon góð og mikill fiskur á ferðinni. Fiskurinn sem þarna fer um er bæði lax, bleikja og sjóbirtingur og stundum er afskaplega mikið af bleikju og sjóbirting þá sérstaklega á þessum árstíma. Veiðin á svæðinu hefur síðustu ár sveiflast frá því að vera ráðandi vestan megin yfir í að mesti hluti fisksins virðist ganga með landinu Eyrarbakkameginn. Það sem ræður þessu er hreyfing á sandinum sem breytir straumnum og þetta sumarið er straumurinn ennþá ríkjandi austanmeginn. Þeir sem hafa verið að kíkja þarna síðustu daga hafa oft gert ágæta veiði enda hefur veður svo til engin áhrif á veiðina. Það er lykilatriði að vera kominn um það bil tvo tíma fyrir flóð og veiða í aðfallinu, liggjandanum og síðan alla vega fyrsta klukkutímann í fráfallinu. Það þarf ekkert að vaða út því sjóbirtingurinn og bleikjan taka oft alveg upp við land. Þarna má oft fá væna fiska og það kemur fyrir nokkuð oft í júní og júlí að veiðimenn setji í væna laxa þarna líka. Besta veiðin er á flugu, þá sérstaklega hefur stór Sunray með glitri í vængnum, veidd á sökkenda enda intermediate línu verið að virka mjög vel.
Mest lesið Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður Veiði 30 punda lax á land á Nesi Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Laxá í Ásum farin að sýna laxana Veiði Fín opnun í Vatnsdalsá Veiði