Bráðabirgðastjórn Moldóvu fer frá og pattstöðunni lokið Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:08 Maia Sandu verður áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. EPA Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu. Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu.
Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51
Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48