Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 17:40 Jón Daníelsson prófessor við LSE í London, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og Arnór Sighvatsson ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi, aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Mynd/Samsett Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði. Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra en í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi dregið umsókn sína til baka. Benedikt kvaðst ósáttur við að hæfisnefndin hygðist ekki taka tillit til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við mat sitt. Þá herma heimildir Kjarnans að tveir aðrir umsækjendur hafi einnig dregið umsókn sína til baka en þess er ekki getið hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum Kjarnans var tólf umsækjendum skipt niður í hæfisflokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækjendur hafi nú frest til þess að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, til 19. júní, sem hæfisnefndin tekur síðan tillit til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hæfisnefndina en hún mun skipa seðlabankastjóra. Nýr seðlabankastjóri tekur við af Má Guðmundssyni sem hefur gegnt stöðunni í áratug. Hæfisnefndina skipa formaður Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs. Þórunn kvaðst bundin þagnarskyldu og gat ekki tjáð sig um málið þegar Vísir náði tali af henni í dag.Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra voru eftirfarandi í upphaflegri tilkynningu frá stjórnarráðinu: Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Gylfi Magnússon, dósent Hannes Jóhannsson, hagfræðingur Jón Daníelsson, prófessor Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins Katrín Ólafsdóttir, lektor Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands Vilhjálmur Bjarnason, lektor Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra Seðlabankinn Tengdar fréttir Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög vel hæfa. Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. Umsækjendurnir fjórir eru Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir hafa auk þess allir doktorspróf í hagfræði. Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra en í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi dregið umsókn sína til baka. Benedikt kvaðst ósáttur við að hæfisnefndin hygðist ekki taka tillit til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við mat sitt. Þá herma heimildir Kjarnans að tveir aðrir umsækjendur hafi einnig dregið umsókn sína til baka en þess er ekki getið hverjir þeir eru. Samkvæmt heimildum Kjarnans var tólf umsækjendum skipt niður í hæfisflokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækjendur hafi nú frest til þess að gera athugasemdir við hæfismat nefndarinnar, til 19. júní, sem hæfisnefndin tekur síðan tillit til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði hæfisnefndina en hún mun skipa seðlabankastjóra. Nýr seðlabankastjóri tekur við af Má Guðmundssyni sem hefur gegnt stöðunni í áratug. Hæfisnefndina skipa formaður Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs. Þórunn kvaðst bundin þagnarskyldu og gat ekki tjáð sig um málið þegar Vísir náði tali af henni í dag.Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra voru eftirfarandi í upphaflegri tilkynningu frá stjórnarráðinu: Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Gylfi Magnússon, dósent Hannes Jóhannsson, hagfræðingur Jón Daníelsson, prófessor Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins Katrín Ólafsdóttir, lektor Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands Vilhjálmur Bjarnason, lektor Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra
Seðlabankinn Tengdar fréttir Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. 14. júní 2019 13:00
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24