Góð fluga í vatnsleysinu Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2019 11:00 Collie Dog micro númer 18# er góð í vatnsleysinu sem veiðimenn glíma við núna. Aðstæðurnar í ánum á vesturlandi eru eins og hefur komið víða fram ansi erfiðar og veiðimenn þurfa að beita allri sinni kænsku til að fá laxinn til að taka. Þær flugur sem hafa oftar en ekki verið notaðar fyrstu dagana eru stórar flugur og stundum túpur því venjulega eru árnar vatnsmiklar í byrjun sumars og það þarf þess vegna stundum að stækka agnið aðeins. Það er ekki fyrir því að fara þetta sumarið enda árnar flestar í afar litlu vatni. Þrátt fyrir það er lax að ganga og það getur verið snúið að fá hann til að taka. Eitt af því sem við getum mælt með er að minnka flugurnar í þær allra minnstu sem þú færð eins og stærðir 16-18#. Nota eins granna tauma og þú getur t.d. 8-10 punda (þetta á ekki við í Blöndu, Þjórsá, Rangánum, Skjálfandafljóti og öðrum vatnsmiklum ám), lengja tauminn í 10-12 fet og fara afar varlega að veiðistöðum og að sama skapi reyna að sleppa því alveg að vaða út í ánna. Ein af bestu flugunum sem er hægt að nota er einföld Collie Dog í stærð 18#. Þessi fluga er mikið notuð í lax á göngu og það er ekkert öðruvísi í litlu vatni bara nota þá allra minnstu sem þú getur hnýtt á færið. Engar áhyggjur, laxinn sér hana alveg. Það þarf líka að hvíla veiðistaðina vel og sem dæmi hefur verið tekið á þessu í Miðfjarðará með því að stytta veiðitímann, veiða hvern hyl bara einu sinni á vakt og nota bara agnarsmáar flugur. Þessi aðferð skilaði því að 10 laxar veiddust í opnunarhollinu annars er líklegt að mun færri hefðu veiðst. Það er nefnilega þannig í þessum skilyrðum að meiri hvíld á ánni gerir það að verkum að mun líklegra er að þeir laxar sem eru farnir að koma sér fyrir í hyljunum taki flugurnar heldur en að barið sé á sömu stöðunum stanslaust, það er ekki líklegt til árangurs. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Aðstæðurnar í ánum á vesturlandi eru eins og hefur komið víða fram ansi erfiðar og veiðimenn þurfa að beita allri sinni kænsku til að fá laxinn til að taka. Þær flugur sem hafa oftar en ekki verið notaðar fyrstu dagana eru stórar flugur og stundum túpur því venjulega eru árnar vatnsmiklar í byrjun sumars og það þarf þess vegna stundum að stækka agnið aðeins. Það er ekki fyrir því að fara þetta sumarið enda árnar flestar í afar litlu vatni. Þrátt fyrir það er lax að ganga og það getur verið snúið að fá hann til að taka. Eitt af því sem við getum mælt með er að minnka flugurnar í þær allra minnstu sem þú færð eins og stærðir 16-18#. Nota eins granna tauma og þú getur t.d. 8-10 punda (þetta á ekki við í Blöndu, Þjórsá, Rangánum, Skjálfandafljóti og öðrum vatnsmiklum ám), lengja tauminn í 10-12 fet og fara afar varlega að veiðistöðum og að sama skapi reyna að sleppa því alveg að vaða út í ánna. Ein af bestu flugunum sem er hægt að nota er einföld Collie Dog í stærð 18#. Þessi fluga er mikið notuð í lax á göngu og það er ekkert öðruvísi í litlu vatni bara nota þá allra minnstu sem þú getur hnýtt á færið. Engar áhyggjur, laxinn sér hana alveg. Það þarf líka að hvíla veiðistaðina vel og sem dæmi hefur verið tekið á þessu í Miðfjarðará með því að stytta veiðitímann, veiða hvern hyl bara einu sinni á vakt og nota bara agnarsmáar flugur. Þessi aðferð skilaði því að 10 laxar veiddust í opnunarhollinu annars er líklegt að mun færri hefðu veiðst. Það er nefnilega þannig í þessum skilyrðum að meiri hvíld á ánni gerir það að verkum að mun líklegra er að þeir laxar sem eru farnir að koma sér fyrir í hyljunum taki flugurnar heldur en að barið sé á sömu stöðunum stanslaust, það er ekki líklegt til árangurs.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði