Mjög erfitt í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2019 14:00 Norðurá er afar vatnslítil þessa dagana og veiðin eftir því. Norðurá hefur komið afskaplega illa út úr hitanum og þurrkinum síðasta mánuðinn og þetta bitnar allsvakalega á veiðinni. Það er ekkert hægt að koma öðrum orðum að því en að kalla þetta algjört neyðarástand vegna vatnsleysis í Norðurá en laxinn virðist bara hreinlega ekki treysta sér upp í hana í því ástandi sem hún er í. Veiði hófst þar 4. júní og þann 12. var ekki búið að skrá nema sjö laxa sem allir voru færðir til bókar opnunardaginn. Sem sagt engin lax skráður á átta dögum! Til samanburðar við opnun í fyrrasumar sem var þá erfið vegna mikils vatns þá var búið að bóka 95 laxa 13. júní í fyrra og þótti mönnum það bara ágætis gangur miðað við þau krefjandi skilyrði sem voru í ánni það sumarið. Mest lesið Góðar laxagöngur í Langá á Mýrum Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Undrastund á Koteyrarbreiðu Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Veiðisvæðið Skuggi fer til Hreggnasa Veiði
Norðurá hefur komið afskaplega illa út úr hitanum og þurrkinum síðasta mánuðinn og þetta bitnar allsvakalega á veiðinni. Það er ekkert hægt að koma öðrum orðum að því en að kalla þetta algjört neyðarástand vegna vatnsleysis í Norðurá en laxinn virðist bara hreinlega ekki treysta sér upp í hana í því ástandi sem hún er í. Veiði hófst þar 4. júní og þann 12. var ekki búið að skrá nema sjö laxa sem allir voru færðir til bókar opnunardaginn. Sem sagt engin lax skráður á átta dögum! Til samanburðar við opnun í fyrrasumar sem var þá erfið vegna mikils vatns þá var búið að bóka 95 laxa 13. júní í fyrra og þótti mönnum það bara ágætis gangur miðað við þau krefjandi skilyrði sem voru í ánni það sumarið.
Mest lesið Góðar laxagöngur í Langá á Mýrum Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Undrastund á Koteyrarbreiðu Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Veiðisvæðið Skuggi fer til Hreggnasa Veiði