24 laxar á land við opnun Þjórsár Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2019 08:43 Glæsilegur lax við opnun Þjórsár á laugardaginn. Stefán Sigurðsson fagnar og skal engan undra. Mynd: Iceland Outfitters Veiði hófst í Þjórsá á laugardaginn í blíðskaparveðri og veiðitölur eftir daginn lofa ansi góðu fyrir komandi sumar. Þegar upp var staðið veiddust 24 laxar á þessum fyrsta degi sem er í alla staði frábær opnun og ágæt vísbending um að framundan gæti verið ágætt sumar í laxveiðinni. Það var mikill fiskur um allt og þetta á bara eftir að aukast. Stæstur hluti aflans var vel haldinn tveggja ára lax sem er góð vísbending um að laxinn hafi verið í góðu æti í sjó og binda veiðimenn vonir við að þessu samhliða verði smálaxagöngur sterkar. Svæðið við Urriðafoss er að sanna sig enn og aftur sem eitt af mest spennandi veiðisvæðum landsins og það verður að sama skapi spennandi að sjá hvernig nýju svæðin í Þjórsá koma út en nú er veitt á þremur nýjum svæðum í ánni og það er vel vitað að það er töluvert af laxi sem fer þar í gegn en það er ennþá verið að finna bestu veiðistaðina en veiðin er af þeim sökum ekki dýr. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Veiði hófst í Þjórsá á laugardaginn í blíðskaparveðri og veiðitölur eftir daginn lofa ansi góðu fyrir komandi sumar. Þegar upp var staðið veiddust 24 laxar á þessum fyrsta degi sem er í alla staði frábær opnun og ágæt vísbending um að framundan gæti verið ágætt sumar í laxveiðinni. Það var mikill fiskur um allt og þetta á bara eftir að aukast. Stæstur hluti aflans var vel haldinn tveggja ára lax sem er góð vísbending um að laxinn hafi verið í góðu æti í sjó og binda veiðimenn vonir við að þessu samhliða verði smálaxagöngur sterkar. Svæðið við Urriðafoss er að sanna sig enn og aftur sem eitt af mest spennandi veiðisvæðum landsins og það verður að sama skapi spennandi að sjá hvernig nýju svæðin í Þjórsá koma út en nú er veitt á þremur nýjum svæðum í ánni og það er vel vitað að það er töluvert af laxi sem fer þar í gegn en það er ennþá verið að finna bestu veiðistaðina en veiðin er af þeim sökum ekki dýr.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði