Gengið með Langá og Haukadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2019 12:20 Tekist á við lax í Haukadalsá. Mynd: KL SVFR hefur ákveðið að bjóða þeim sem áhuga hafa að mæta saman á göngu með Langá og Haukadalsá til að kynna þær fyrir veiðimönnum. Þetta er góð kynning fyrir þá sem eru kannski að fara í árnar í fyrsta skipti því með í för eru menn sem þekkja þær afar vel. Það getur verið mikils virði fyrir þá sem eru að mæta í á í fyrsta skipti að vera búinir að kynna sér staðhætti sem og veiðistaði frá þeim sem vel til þekkja. Það eru líklega margir veiðimenn sem þekkja það vel að mæta við nýja á og eitt af því fyrsta er að finna slóða að veiðistöðum sem og að finna veiðistaðina sjálfa. Þá bætist við að læra á veiðistaðinn. Gengið verður meðfram Haukadalsá þann 8. júní og meðfram Langá á Mýrum þann 15. júní. Þeir sem hafa áhuga á að kíkja ætti að fylgjast vel með á vefnum hjá SVFR en ítarlegri kynning á þessum tveimur ferðum verður sett inn á vefinn hjá félaginu innan skamms. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði
SVFR hefur ákveðið að bjóða þeim sem áhuga hafa að mæta saman á göngu með Langá og Haukadalsá til að kynna þær fyrir veiðimönnum. Þetta er góð kynning fyrir þá sem eru kannski að fara í árnar í fyrsta skipti því með í för eru menn sem þekkja þær afar vel. Það getur verið mikils virði fyrir þá sem eru að mæta í á í fyrsta skipti að vera búinir að kynna sér staðhætti sem og veiðistaði frá þeim sem vel til þekkja. Það eru líklega margir veiðimenn sem þekkja það vel að mæta við nýja á og eitt af því fyrsta er að finna slóða að veiðistöðum sem og að finna veiðistaðina sjálfa. Þá bætist við að læra á veiðistaðinn. Gengið verður meðfram Haukadalsá þann 8. júní og meðfram Langá á Mýrum þann 15. júní. Þeir sem hafa áhuga á að kíkja ætti að fylgjast vel með á vefnum hjá SVFR en ítarlegri kynning á þessum tveimur ferðum verður sett inn á vefinn hjá félaginu innan skamms.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði