Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 07:45 Patrick Kapuwa, forseti friðar- og öryggissviðs Afríkusambandsins, á fundi þess um að frysta aðild Súdans að sambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda. Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda.
Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira