Chelsea áfrýjar banninu til Alþjóða íþróttadómstólsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 08:30 Leikmenn Chelsea fagna eftir sigur liðsins í Evrópudeildinni á dögunum. Getty/Etsuo Hara Chelsea hefur ákveðið að fara lengra með félagsskiptabann sitt en FIFA dæmdi enska úrvalsdeildarliðið í bann fram til janúar 2020. Chelsea hefur áfrýjað banninu sínu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss en hann heitir fullu nafni Court of Arbitration for Sport sem er vanalega skammstafað CAS.Chelsea have taken their appeal against a two-window transfer ban imposed by Fifa to the Court of Arbitration for Sport. Read more: https://t.co/x4vLjbx6HRpic.twitter.com/xg5INJbk1b — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2019Samkvæmt banninu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu þá má Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Chelsea áfrýjað fyrst til FIFA en komst ekkert áleiðis þar. Bannið kemur til vegna rannsóknar FIFA á samningagerð Chelsea við erlenda leikmenn sem ekki voru orðnir átján ára.BREAKING: Chelsea have appealed against their two-window transfer ban pic.twitter.com/s6RhtVmy2B — B/R Football (@brfootball) June 7, 2019Félagsskiptaglugginn lokar 8. ágúst næstkomandi og Alþjóða íþróttadómstóllinn getur ekki sagt til um það hvenær hann mun taka málið fyrir. Þetta gæti skapað Chelsea tíma til að undirbúa sig fyrir bannið með að kaupa nýja leikmenn á meðan málið er í meðferð hjá Alþjóða íþróttadómstólnum. Alþjóða íþróttadómstóllinn er gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er því flestum tilvikum lokadómstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.Chelsea keypti Christian Pulisic frá BorussiaDortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en kláraði tímabilið í láni hjá þýska liðinu. Allt bendir til þess að Chelsea sé að selja Belgíumanninn Eden Hazard til RealMadrid og þá hefur knattspyrnustjórinn MaurizioSarri sagt að það verði ekki auðvelt að berjast við ManchesterCity og Liverpool fái Chelsea ekki til sín nýja leikmenn.Chelsea áfrýjar ekki aðeins banninu heldur einnig sekt upp á 460 þúsund pund sem samsvara 72,3 milljónum íslenskra króna.Chelsea er reyndar í þeirri lúxusstöðu að geta kallað til sín fullt af leikmönnum úr láni eða mönnum eins og Tammy Abraham (Aston Villa), MichyBatshuayi (CrystalPalace), AlvaroMorata (AtleticoMadrid), Victor Moses (Fenerbahce), Kenedy (Newcastle), TiemoueBakayoko (ACMilan) og Kurt Zouma (Everton). Það eru líka margir yngri leikmenn á láni. England Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Chelsea hefur ákveðið að fara lengra með félagsskiptabann sitt en FIFA dæmdi enska úrvalsdeildarliðið í bann fram til janúar 2020. Chelsea hefur áfrýjað banninu sínu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss en hann heitir fullu nafni Court of Arbitration for Sport sem er vanalega skammstafað CAS.Chelsea have taken their appeal against a two-window transfer ban imposed by Fifa to the Court of Arbitration for Sport. Read more: https://t.co/x4vLjbx6HRpic.twitter.com/xg5INJbk1b — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2019Samkvæmt banninu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu þá má Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Chelsea áfrýjað fyrst til FIFA en komst ekkert áleiðis þar. Bannið kemur til vegna rannsóknar FIFA á samningagerð Chelsea við erlenda leikmenn sem ekki voru orðnir átján ára.BREAKING: Chelsea have appealed against their two-window transfer ban pic.twitter.com/s6RhtVmy2B — B/R Football (@brfootball) June 7, 2019Félagsskiptaglugginn lokar 8. ágúst næstkomandi og Alþjóða íþróttadómstóllinn getur ekki sagt til um það hvenær hann mun taka málið fyrir. Þetta gæti skapað Chelsea tíma til að undirbúa sig fyrir bannið með að kaupa nýja leikmenn á meðan málið er í meðferð hjá Alþjóða íþróttadómstólnum. Alþjóða íþróttadómstóllinn er gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er því flestum tilvikum lokadómstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.Chelsea keypti Christian Pulisic frá BorussiaDortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en kláraði tímabilið í láni hjá þýska liðinu. Allt bendir til þess að Chelsea sé að selja Belgíumanninn Eden Hazard til RealMadrid og þá hefur knattspyrnustjórinn MaurizioSarri sagt að það verði ekki auðvelt að berjast við ManchesterCity og Liverpool fái Chelsea ekki til sín nýja leikmenn.Chelsea áfrýjar ekki aðeins banninu heldur einnig sekt upp á 460 þúsund pund sem samsvara 72,3 milljónum íslenskra króna.Chelsea er reyndar í þeirri lúxusstöðu að geta kallað til sín fullt af leikmönnum úr láni eða mönnum eins og Tammy Abraham (Aston Villa), MichyBatshuayi (CrystalPalace), AlvaroMorata (AtleticoMadrid), Victor Moses (Fenerbahce), Kenedy (Newcastle), TiemoueBakayoko (ACMilan) og Kurt Zouma (Everton). Það eru líka margir yngri leikmenn á láni.
England Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti