Árnar sem lifa af þurrkasumar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2019 10:23 Það er spáð þurrki næstu daga og jafnvel vikur. Það er alveg ótrúlegt að vera skoða veðurspánna næstu daga og viku þar sem það er aðeins verið að spá meiri hlýindum og þurrki. Veiðimenn sem eru þegar búnir að bóka daga verða bara að vera á hnjánum og eiga samtal við almættið um einhverja vætutíð í óþökk þeirra sem ennþá hugsa sama almætti þegjandi þörfina eftir ekkert nema rok og rigningu á síðasta sumri. Nú er sem sagt runnið upp langþráð skeið sólardýrkanda en geta veiðimenn ekki líka veitt í smá sólskini? Það er vel hægt að tilheyra báðum hópunum og eins og staðan er er það líklega ekki svo slæmur valkostur. Það eru nokkrar ár sem finna ekkert mikið ef nokkuð fyrir þessu vatnsleysi og það er ansi líklegt að veiðimenn gjóu nú hýru auga til þeirra í þeirri von um að veiða í almennilega vatni í sumar. Þessar ár eru til dæmis Blanda, Sogið, Þjórsá, Skjálfandafljót, Ytri Rangá, Eystri Rangá og Jökla. Það er eitthvað til af stöngum í öllum ánum á misjöfnum tíma en ef ég ætlaði mér að vera viss um að veiða eitthvað í sumar myndi plan B vera að bóka dag í einhverri af þessum ám þó það væri ekki einu sinni nema síðsumars eða í haust. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Það er alveg ótrúlegt að vera skoða veðurspánna næstu daga og viku þar sem það er aðeins verið að spá meiri hlýindum og þurrki. Veiðimenn sem eru þegar búnir að bóka daga verða bara að vera á hnjánum og eiga samtal við almættið um einhverja vætutíð í óþökk þeirra sem ennþá hugsa sama almætti þegjandi þörfina eftir ekkert nema rok og rigningu á síðasta sumri. Nú er sem sagt runnið upp langþráð skeið sólardýrkanda en geta veiðimenn ekki líka veitt í smá sólskini? Það er vel hægt að tilheyra báðum hópunum og eins og staðan er er það líklega ekki svo slæmur valkostur. Það eru nokkrar ár sem finna ekkert mikið ef nokkuð fyrir þessu vatnsleysi og það er ansi líklegt að veiðimenn gjóu nú hýru auga til þeirra í þeirri von um að veiða í almennilega vatni í sumar. Þessar ár eru til dæmis Blanda, Sogið, Þjórsá, Skjálfandafljót, Ytri Rangá, Eystri Rangá og Jökla. Það er eitthvað til af stöngum í öllum ánum á misjöfnum tíma en ef ég ætlaði mér að vera viss um að veiða eitthvað í sumar myndi plan B vera að bóka dag í einhverri af þessum ám þó það væri ekki einu sinni nema síðsumars eða í haust.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði