Í frétt Sky News segir að tíu íbúðir til viðbótar hafi orðið fyrir skemmdum, ýmist vegna hita eða reyks. Fjölbýlishúsið er að finna við götuna De Pass Gardens í hverfinu Barking.
Slökkvilið í Lundúnum tísti síðdegis í dag að sex hæðir stæðu í ljósum logum, en greindi svo frá því klukkan 18 að staðartíma að tekist hafi að ná tökum á eldinum. Um hundrað slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu.
Sjúkralið hlúði að manni og konu fyrir utan bygginguna vegna gruns um reykeitrun, en annars var ekki tilkynnt um nein meiðsl á fólki.
The speed in which this fire in #barking spread was crazy! Nothing learned from #Grenfell#barkingfirepic.twitter.com/5mdceE4pAS
— MARAJA (@MARAJA_7) June 9, 2019