Messi skoraði þá tvö mörk í 2-2 jafntefli við Eibar og endaði því með 36 deildarmörk á þessari leiktíð.
Messi hefur lagt það í vana sinn að setja nokkur met á hverju tímabili og í gær náði hann að bæta enn einu meti í safnið.
Argentínski snillingurinn skoraði nefnilega fimmtán mörkum meira en næstmarkahæstu menn deildarinnar sem voru Frakkinn Karim Benzema hjá Real Madrid og Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez hjá Barcelona.
Messi skoraði 36 mörk í 34 leikjum og Karim Benzema var með 21 mark í 36 leikjum. Luis Suárez var síðan þriðji með 21 mark í 33 leikjum.
Leo Messi scored 36 goals in La Liga this season. The next highest total was 21.
The largest winning margin in the history of the competition pic.twitter.com/jVPHJZLEJZ
— B/R Football (@brfootball) May 19, 2019
Aðeins sjö aðrir leikmenn en Lionel Messi í spænsku deildinni náðu að skora fimmtán deildarmörk á tímabilinu.
Frakkinn Antoine Griezmann endaði þannig með fimmtán mörk samtals fyrir Atletico Madrid á leiktíðinni eða jafnmörg mörk og það munaði á Messi og næstu mönnum á markalistanum.
Það liðu 75 mínútur á milli marka hjá Lionel Messi en 141 (Benzema) og 135 (Suárez) mínútur á milli marka hjá hinum tveimur á topp þrjú.
Þá má heldur ekki gleyma að Lionel Messi lagði líka upp fleiri mörk en allir aðrir í spænsku deildinni.
Hér fyrir neðan má sjá athyglisverðan lista þar sem sést að Messi er í efsta sætinu á næstum því öllum helstu tölfræðilistum La Liga á þessari leiktíð.
Another LeoLiga season ends. pic.twitter.com/hydiQABBMi
— Squawka Football (@Squawka) May 19, 2019