May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 14:38 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, stendur höllum fæti þessa stundina. Henni virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. Breskir miðlar segja ráðherra May vinna að því að koma henni úr embætti og einhverjir segja hæpið að hún muni endast út daginn.Samkvæmt BBC eru þingmenn Íhaldsflokksins að vinna að reglubreytingum innan flokksins svo þeir geti kosið hana úr embætti. Reuters segir stöðuna til marks um að óvíst sé hvenær af Brexit verði, með hvernig hætti úrgangan verður og jafnvel hvort af henni verði.Í ræðu á þinginu í dag, sem var styttri en búist var við, kallaði May eftir stuðningi við samninginn en án árangurs. Athygli vakti að ríkisstjórnarbekkurinn var nánast tómur og fáir veittu henni nokkurn stuðning. Þykir það til stuðnings þess að ráðherrar hafi verið að ræða stöðuna án hennar. May vill að greidd verði atkvæði um samninginn í fyrstu vikunni í júní og verður það í fjórða sinn sem hún reynir að fá þingið til að samþykkja útgáfu af upprunalega samningnum. Upprunalega átti Brexit að eiga sér stað þann 23. mars. Því var svo frestað nokkrum sinnum og svo allt til 31. október.Sjá einnig: Gefur þingmönnum lokatækifæri til að afgreiða BrexitÞingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB. Í þeim þremur kosningum sem nú hafa farið fram um Brexit-samningnum May hafa fjölmargir þingmenn flokksins greitt atkvæði gegn samningnum. Þegar fyrsta atkvæðagreiðslan fór fram í janúar, greiddu 432 þingmenn atkvæði gegn samningnum. Einungis 202 greiddu atkvæði með honum þegar minnst 320 atkvæði þurfti til. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, stendur höllum fæti þessa stundina. Henni virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. Breskir miðlar segja ráðherra May vinna að því að koma henni úr embætti og einhverjir segja hæpið að hún muni endast út daginn.Samkvæmt BBC eru þingmenn Íhaldsflokksins að vinna að reglubreytingum innan flokksins svo þeir geti kosið hana úr embætti. Reuters segir stöðuna til marks um að óvíst sé hvenær af Brexit verði, með hvernig hætti úrgangan verður og jafnvel hvort af henni verði.Í ræðu á þinginu í dag, sem var styttri en búist var við, kallaði May eftir stuðningi við samninginn en án árangurs. Athygli vakti að ríkisstjórnarbekkurinn var nánast tómur og fáir veittu henni nokkurn stuðning. Þykir það til stuðnings þess að ráðherrar hafi verið að ræða stöðuna án hennar. May vill að greidd verði atkvæði um samninginn í fyrstu vikunni í júní og verður það í fjórða sinn sem hún reynir að fá þingið til að samþykkja útgáfu af upprunalega samningnum. Upprunalega átti Brexit að eiga sér stað þann 23. mars. Því var svo frestað nokkrum sinnum og svo allt til 31. október.Sjá einnig: Gefur þingmönnum lokatækifæri til að afgreiða BrexitÞingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB. Í þeim þremur kosningum sem nú hafa farið fram um Brexit-samningnum May hafa fjölmargir þingmenn flokksins greitt atkvæði gegn samningnum. Þegar fyrsta atkvæðagreiðslan fór fram í janúar, greiddu 432 þingmenn atkvæði gegn samningnum. Einungis 202 greiddu atkvæði með honum þegar minnst 320 atkvæði þurfti til.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03
Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53
Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46
Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51
Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51
May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45