Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 11:48 Úr höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut, útvarpshljóðver á vinstri hönd. Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49