Malaví: Mutharika endurkjörinn – konum fjölgar á þingi og í sveitarstjórnum Heimsljós kynnir 28. maí 2019 15:45 Ung móðir greiðir atkvæði í kosningunum. Mabvuto Banda/IPS Peter Mutharika sór embættiseið öðru sinni sem forseti Malaví um hádegisbil í dag eftir umdeildar kosningar og ásakanir stjórnarandstöðunnar um kosningasvik. Yfirkjörstjórn tilkynnti í gær að Mutharika, leiðtogi Lýðræðislega framsóknarflokksins (DPP), hafi unnið nauman sigur í kosningunum í síðustu viku með 38,57% atkvæða. Þá hafði verið aflétt lögbanni á tilkynningu um úrslit forsetakosninganna meðan könnuð voru tilvik þar sem stjórnarandstaðan taldi að stjórnarflokkurinn hefði haft rangt við. Klerkurinn Lazarus Chakwera, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og formaður Malavíska þingflokksins (MCP), hlaut 35,41% atkvæða í forsetakosningunum, eða rétt tæplega 160 þúsundum atkvæðum færri en Mutharika. Talsmaður flokksins sagði í dag að niðurstaða kosninganna endurspegli ekki vilja kjósenda. Ekki hefur komið til alvarlegra átaka vegna kosninganna en minni háttar róstur hafa verið í sumum kjördæmanna.Fyness Mwagonjwa, yngsti þingmaðurinn, 23 ára.Í kosningunum sem fram fóru fyrir réttri viku var auk forsetakosninganna kosið til þings og sveitarstjórna. Íslendingar hafa í þróunarsamvinnu stutt við átak um fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, svokallaða 50:50 herferð. Stuðningurinn náði til kvenna í samstarfshéraði Íslands, Mangochi. „Á heildina litið er konum að fjölga bæði á þingi og í sveitarstjórnum þótt þess séu einnig dæmi að sterkar konur hafi fallið út af þingi. Góðu fréttirnar koma hins vegar frá Mangochi þar sem alls voru kjörnar sjö konur í sveitarstjórnina, þar sem engin kona var fyrir,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Hún segir að þessi niðurstaða sé mikill sigur fyrir baráttuna um fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, nú séu konur tæplega 30 prósent fulltrúa í sveitarstjórninni í Mangochi, eða 7 af 24, sú yngsta 23 ára. Lilja Dóra nefnir einnig að tvöfalt fleiri konur frá Mangochi eigi nú sæti á þingi, fjórar konur í stað tveggja áður. „Ég tel að bæði sá stuðningur sem við veittum sérstaklega í 50:50 herferðina í Mangochi og svo sérstök HeforShe rakarastofa í nóvember í fyrra, hafi hjálpað mikið til. Mangochi er mjög íhaldssamt hérað og þetta er algjört met,“ segir Lilja Dóra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Peter Mutharika sór embættiseið öðru sinni sem forseti Malaví um hádegisbil í dag eftir umdeildar kosningar og ásakanir stjórnarandstöðunnar um kosningasvik. Yfirkjörstjórn tilkynnti í gær að Mutharika, leiðtogi Lýðræðislega framsóknarflokksins (DPP), hafi unnið nauman sigur í kosningunum í síðustu viku með 38,57% atkvæða. Þá hafði verið aflétt lögbanni á tilkynningu um úrslit forsetakosninganna meðan könnuð voru tilvik þar sem stjórnarandstaðan taldi að stjórnarflokkurinn hefði haft rangt við. Klerkurinn Lazarus Chakwera, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og formaður Malavíska þingflokksins (MCP), hlaut 35,41% atkvæða í forsetakosningunum, eða rétt tæplega 160 þúsundum atkvæðum færri en Mutharika. Talsmaður flokksins sagði í dag að niðurstaða kosninganna endurspegli ekki vilja kjósenda. Ekki hefur komið til alvarlegra átaka vegna kosninganna en minni háttar róstur hafa verið í sumum kjördæmanna.Fyness Mwagonjwa, yngsti þingmaðurinn, 23 ára.Í kosningunum sem fram fóru fyrir réttri viku var auk forsetakosninganna kosið til þings og sveitarstjórna. Íslendingar hafa í þróunarsamvinnu stutt við átak um fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, svokallaða 50:50 herferð. Stuðningurinn náði til kvenna í samstarfshéraði Íslands, Mangochi. „Á heildina litið er konum að fjölga bæði á þingi og í sveitarstjórnum þótt þess séu einnig dæmi að sterkar konur hafi fallið út af þingi. Góðu fréttirnar koma hins vegar frá Mangochi þar sem alls voru kjörnar sjö konur í sveitarstjórnina, þar sem engin kona var fyrir,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Hún segir að þessi niðurstaða sé mikill sigur fyrir baráttuna um fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, nú séu konur tæplega 30 prósent fulltrúa í sveitarstjórninni í Mangochi, eða 7 af 24, sú yngsta 23 ára. Lilja Dóra nefnir einnig að tvöfalt fleiri konur frá Mangochi eigi nú sæti á þingi, fjórar konur í stað tveggja áður. „Ég tel að bæði sá stuðningur sem við veittum sérstaklega í 50:50 herferðina í Mangochi og svo sérstök HeforShe rakarastofa í nóvember í fyrra, hafi hjálpað mikið til. Mangochi er mjög íhaldssamt hérað og þetta er algjört met,“ segir Lilja Dóra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent