Johnson þarf að koma fyrir dóm vegna meintra lyga um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 10:28 Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Dómari á Bretlandi úrskurðaði í dag að Boris Johnson þurfi að koma fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi logið að almenningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson er talinn líklegastur til að taka við að Theresu May sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Málið tengist þrennum ummælum sem Johnson lét falla fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um útgönguna. Johnson var einn helsti talsmaður þess að Bretar segðu skilið Evrópusambandið. Þar á meðal eru fullyrðingar Johnson um að Evrópusambandsaðildin kostaði Breta 350 milljónir punda á viku, jafnvirði rúmra 55 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn Brexit slógu þeirri upphæð meðal annars upp í auglýsingaefni sínu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Dómari í einkamáli sem var höfðað gegn Johnson tók ekki afstöðu til sannleiksgildi fullyrðingarinnar en úrskurðaði að hann þyrfti að koma fyrir dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stefnendurnir halda því fram að Johnson hafi brotið af sér í embætti með ummælunum. Johnson var borgarstjóri í London þar til mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mánuði eftir hana tók hann við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn May. Hann hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Lögmenn hans hafa haldið því fram að stefnan gegn honum sé pólitísks eðlis. May ætlar að segja af sér 7. júní. Johnson er talinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins þar sem rúmlega tíu eru í framboði. Bretland Brexit Tengdar fréttir Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30 Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Dómari á Bretlandi úrskurðaði í dag að Boris Johnson þurfi að koma fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi logið að almenningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson er talinn líklegastur til að taka við að Theresu May sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Málið tengist þrennum ummælum sem Johnson lét falla fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um útgönguna. Johnson var einn helsti talsmaður þess að Bretar segðu skilið Evrópusambandið. Þar á meðal eru fullyrðingar Johnson um að Evrópusambandsaðildin kostaði Breta 350 milljónir punda á viku, jafnvirði rúmra 55 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn Brexit slógu þeirri upphæð meðal annars upp í auglýsingaefni sínu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Dómari í einkamáli sem var höfðað gegn Johnson tók ekki afstöðu til sannleiksgildi fullyrðingarinnar en úrskurðaði að hann þyrfti að koma fyrir dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stefnendurnir halda því fram að Johnson hafi brotið af sér í embætti með ummælunum. Johnson var borgarstjóri í London þar til mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mánuði eftir hana tók hann við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn May. Hann hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Lögmenn hans hafa haldið því fram að stefnan gegn honum sé pólitísks eðlis. May ætlar að segja af sér 7. júní. Johnson er talinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins þar sem rúmlega tíu eru í framboði.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30 Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30
Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49