Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 14:51 Boris Johnson var ötull talsmaður þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss. Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira
Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00
Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00