Lík tveggja kvenna fundust í frysti Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 20:09 Lögreglumenn að störfum á vettvangi. Getty/Dan Kitwood Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard. Bretland England Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard.
Bretland England Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira