Vænar bleikjur í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2019 14:13 Það eru vænar bleikjur í Úlfljótsvatni Mynd: Sigurður Karlsson Úlfljótsvatn hefur oftar en ekki horfið svolítið í skuggann af Þingvallavatni og algjörlega að ósekju enda veiðist vel í vatninu. Það skal þó taka fram að það virðist vera stundum þannig með bæði Þingvallavatn og Úlfljótsvatn, já og reyndar vatnaveiði yfirleitt, að þeim mun meira sem þú stundar ákveðin vötn lærir þú alltaf betur á þau. Þú ferð til dæmis að taka betur eftir því hvaða fluga er að klekjast og við hvaða aðstæður. Hvaða veður gefur best og hvaða tími dags. Þessi þekking telur og það er einmitt þessi þekking sem gerir þig á endanum að góðum veiðimanni. Við höfum aðeins frétt af veiðum í Úlfljótsvatni og þó svo að það sé ekki mikið stundað ennþá eru nokkrir sem hafa verið að gera ágæta veiði í vatninu þó að magnið sé kannski ekki mikið. Stærðin á bleikjunni virðist aftur á móti vera góð og hún er vel haldin eftir veturinn. Þeir sem hafa kíkt þegar aðstæður hafa verið réttar eru að ná kannski tveimur til þremur bleikjum á land en þeir hafa verið 2-4 punda og tekið vel í. Það er alveg þess virði að kíkja upp að Úlfljótsvatni og gefa því tíma og tækifæri því þetta er þrælskemmtilegt vatn að veiða. Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Ekki rætt um annað útboð Veiði Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Veiði
Úlfljótsvatn hefur oftar en ekki horfið svolítið í skuggann af Þingvallavatni og algjörlega að ósekju enda veiðist vel í vatninu. Það skal þó taka fram að það virðist vera stundum þannig með bæði Þingvallavatn og Úlfljótsvatn, já og reyndar vatnaveiði yfirleitt, að þeim mun meira sem þú stundar ákveðin vötn lærir þú alltaf betur á þau. Þú ferð til dæmis að taka betur eftir því hvaða fluga er að klekjast og við hvaða aðstæður. Hvaða veður gefur best og hvaða tími dags. Þessi þekking telur og það er einmitt þessi þekking sem gerir þig á endanum að góðum veiðimanni. Við höfum aðeins frétt af veiðum í Úlfljótsvatni og þó svo að það sé ekki mikið stundað ennþá eru nokkrir sem hafa verið að gera ágæta veiði í vatninu þó að magnið sé kannski ekki mikið. Stærðin á bleikjunni virðist aftur á móti vera góð og hún er vel haldin eftir veturinn. Þeir sem hafa kíkt þegar aðstæður hafa verið réttar eru að ná kannski tveimur til þremur bleikjum á land en þeir hafa verið 2-4 punda og tekið vel í. Það er alveg þess virði að kíkja upp að Úlfljótsvatni og gefa því tíma og tækifæri því þetta er þrælskemmtilegt vatn að veiða.
Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Ekki rætt um annað útboð Veiði Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Veiði