Kapp lagt á að hefta útbreiðslu kóleru Heimsljós kynnir 9. maí 2019 12:15 Frá hamfarasvæðum í Mósambík. OCHA/Saviano Abreu Yfirvöld í Mósambík berjast við að hefta útbreiðslu kóleru í norðurhluta landsins í kjölfar fellibylsins Kenneth og úrhellis síðustu dagana. Í síðustu viku var lýst yfir að kóluerufaraldur geisaði á hamfarasvæðunum eftir að tilvikum sjúkdómsins fjölgaði ört. Beðið er eftir hálfri milljón skammta af bóluefni. Kenneth var annar öflugra fellibylja sem fór yfir Mósambík á aðeins fimm vikum. Hann kom að landi í norðurhluta Mósambík og olli mestri eyðileggingu í fylkingu Cabo Delgado þar sem rúmlega 2017 þúsund manns urðu illa úti og 41 fórst. Mikið tjón varð líka í Nampula fylki. Tugir þúsundir íbúa misstu heimili sín í ofviðrinu og hafast við í tjöldum og skýlum. Mannskaði varð enn meiri í fellibylnum Idai í mars en þá fórust flestir í borginni Beira og nágrenni, auk íbúa í Malaví og Zimbabwe, alls hátt í eitt þúsund manns. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að hátt í tvö hundruð þúsund íbúar nyrst í landinu þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Mikil hætta er á útbreiðslu smitsjúkdóma og hjálparsamtök eins og Læknar án landamæra styðja við bakið á stjórnvöldum í baráttunni gegn kólerunni. „Við höfum tvö meginmarkmið, annars vegar að bjarga lífi alvarlegra veikra einstaklinga og hins vegar að freista þess að hefta kólerufaraldurinn,“ er haft eftir Danielle Borges sem stjórnar aðgerðum samtakanna í héraðshöfuðborginni Pemba. Að mati Sameinuðu þjóðanna skortir mikið á alþjóðlegan fjárstuðning til hjálparstarfs í Mósambík eftir þessa mannskæðu fellibylji.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent
Yfirvöld í Mósambík berjast við að hefta útbreiðslu kóleru í norðurhluta landsins í kjölfar fellibylsins Kenneth og úrhellis síðustu dagana. Í síðustu viku var lýst yfir að kóluerufaraldur geisaði á hamfarasvæðunum eftir að tilvikum sjúkdómsins fjölgaði ört. Beðið er eftir hálfri milljón skammta af bóluefni. Kenneth var annar öflugra fellibylja sem fór yfir Mósambík á aðeins fimm vikum. Hann kom að landi í norðurhluta Mósambík og olli mestri eyðileggingu í fylkingu Cabo Delgado þar sem rúmlega 2017 þúsund manns urðu illa úti og 41 fórst. Mikið tjón varð líka í Nampula fylki. Tugir þúsundir íbúa misstu heimili sín í ofviðrinu og hafast við í tjöldum og skýlum. Mannskaði varð enn meiri í fellibylnum Idai í mars en þá fórust flestir í borginni Beira og nágrenni, auk íbúa í Malaví og Zimbabwe, alls hátt í eitt þúsund manns. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að hátt í tvö hundruð þúsund íbúar nyrst í landinu þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Mikil hætta er á útbreiðslu smitsjúkdóma og hjálparsamtök eins og Læknar án landamæra styðja við bakið á stjórnvöldum í baráttunni gegn kólerunni. „Við höfum tvö meginmarkmið, annars vegar að bjarga lífi alvarlegra veikra einstaklinga og hins vegar að freista þess að hefta kólerufaraldurinn,“ er haft eftir Danielle Borges sem stjórnar aðgerðum samtakanna í héraðshöfuðborginni Pemba. Að mati Sameinuðu þjóðanna skortir mikið á alþjóðlegan fjárstuðning til hjálparstarfs í Mósambík eftir þessa mannskæðu fellibylji.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent