Bleikjan farin að sýna sig í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2019 13:03 Hlýindu undanfarna daga hafa heldur betur ýtt við lífríkinu í vötnunum og gert það að verkum að þetta tímabil byrjar betur og fyrr en í fyrra. Vatnaveiðin var víða lengi í gang á köldu vori eins og sumarið 2018 en það er mikill munur milli ára því nú hefur verið hlýtt og gott veður. Þetta gerir það að verkum að vötnin vakna fyrr til lífsins og bleikjan fer á stjá í ætisleit. Þingvallavatn fer til dæmis yfirleitt ekki af stað fyrr en um miðjan maí jafnvel ekki fyrr en við lok maí en þar spilar veður auðvitað inní. Núna þegar hafa veiðimenn verið að fá fyrstu bleikjurnar og vakir farnar að sjást þegar það lygnir í víkunum og er það góðs viti. Við höfum heyrt af veiðimönnum sem hafa gert ágæta veiði miðað við árstíma og verið að fá 2-3 bleikjur hluta úr degi. Miðað við hvernig veðrið er í dag og spáin á morgun má búast við að veiðin gæti verið góð miðað við tíma árs og eins og veiðimenn þekkja þá er Þingvallavatn alltaf best fyrst á morgnana og síðast á kvöldin. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði
Hlýindu undanfarna daga hafa heldur betur ýtt við lífríkinu í vötnunum og gert það að verkum að þetta tímabil byrjar betur og fyrr en í fyrra. Vatnaveiðin var víða lengi í gang á köldu vori eins og sumarið 2018 en það er mikill munur milli ára því nú hefur verið hlýtt og gott veður. Þetta gerir það að verkum að vötnin vakna fyrr til lífsins og bleikjan fer á stjá í ætisleit. Þingvallavatn fer til dæmis yfirleitt ekki af stað fyrr en um miðjan maí jafnvel ekki fyrr en við lok maí en þar spilar veður auðvitað inní. Núna þegar hafa veiðimenn verið að fá fyrstu bleikjurnar og vakir farnar að sjást þegar það lygnir í víkunum og er það góðs viti. Við höfum heyrt af veiðimönnum sem hafa gert ágæta veiði miðað við árstíma og verið að fá 2-3 bleikjur hluta úr degi. Miðað við hvernig veðrið er í dag og spáin á morgun má búast við að veiðin gæti verið góð miðað við tíma árs og eins og veiðimenn þekkja þá er Þingvallavatn alltaf best fyrst á morgnana og síðast á kvöldin.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði