Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði í gær mótmælendur í London og sagði þá „hafa áhrif.“ Tekið var á móti henni á Marble Arch, þar sem þúsundir mótmælenda kölluðu til hennar „við elskum þig,“ en mótmælin hafa nú staðið yfir síðan á mánudag. Frá þessu er greint á vef BBC.
Meira en 950 manns hafa verið handteknir vegna mótmælanna, þó þau hafi verið friðsamleg, og 40 einstaklingar ákærðir.
Greta hóf „skólaverkfall“ í september, þar sem hún ásamt samnemendum sínum gekk út úr skólastofunni kl. 12 á föstudegi, en þessi mótmæli hafa nú verið hvern einasta föstudag síðan í september, þ.á.m. hér á Íslandi, þar sem mótmælin hafa nú farið fram síðan í lok febrúar.
Greta er nú orðin þekkt út um allan heim og hefur veitt ungmennum víða innblástur til að mótmæla loftslagsbreytingum en hún hefur einnig verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.
„Of lengi hefur stjórnmálafólk og fólk í valdstöðu komist upp með að gera ekkert til að berjast gegn loftslagsbreytingum, en við munum tryggja það að þau komist ekki upp með það lengur,“ sagði Greta í ávarpi sínu í London.
Segir aðgerðarleysi í loftslagsmálum ekki lengur í boði

Tengdar fréttir

Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í „Umhverfis-uppreisn“
Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra "umhverfis-uppreisn“

Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum
Mótmælendur hafa lokað götum í miðborg London og ætla að trufla almenningssamgöngur á morgun.

Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi
Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga.