Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fimm mörk fyrir Pick Szeged þegar liðið vann öruggan fjórtán marka sigur á Vecsési, 38-24, í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi.
Með sigrinum tryggði Pick Szeged sér deildarmeistaratitilinn þó enn séu þrjár umferðir eftir af mótinu en Pick Szeged hefur sjö stiga forystu á Veszprem sem er í öðru sæti deildarinnar.
Þetta er annar titill Pick Szeged á tímabilinu en liðið varð fyrr í vetur bikarmeistari eftir sigur á Veszprem í bikarúrslitum.
Liðin munu svo mætast í úrslitaeinvígi um ungversku meistaratignina en þessi tvö lið hafa drottnað yfir ungverskum handbolta í áraraðir.
Með sigrinum tryggði Pick Szeged sér deildarmeistaratitilinn þó enn séu þrjár umferðir eftir af mótinu en Pick Szeged hefur sjö stiga forystu á Veszprem sem er í öðru sæti deildarinnar.
Þetta er annar titill Pick Szeged á tímabilinu en liðið varð fyrr í vetur bikarmeistari eftir sigur á Veszprem í bikarúrslitum.
Liðin munu svo mætast í úrslitaeinvígi um ungversku meistaratignina en þessi tvö lið hafa drottnað yfir ungverskum handbolta í áraraðir.