Vatnaveiðin farin af stað Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2019 08:09 Bleikjan fer að gefa sig á næstunni. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson 1. maí opna vötnin sem hafa ekki þegar opnað fyrir veiðimönnum og framundan er vonandi farsælt og skemmtilegt veiðisumar fyrir fjölskylduna. Það er þó misjafnt hvernig veiðin byrjar í þeim í venjulegu árferði en það fer auðvitað mikið eftir því hvar á landinu þau eru en vötnin fyrir norðan eru oft aðeins seinni til. Á suður og vesturlandi er mikið af skemmtilegum vötnum og þau sem eru þegar farin að gefa ágæta veiði eru til dæmis Elliðavatn og Kleifarvatn. Urriðinn í þessum tveimur vötnum getur oft tekið vel á þessum tíma en það er þó munur á því hvernig þau eru veidd. Elliðavatn getur gefið vel fyrst á morgnana og á kvöldin en besta veiðin í Kleifarvatni er frá tíu á kvöldin og fram yfir miðnætti. Mesta veiðin þar kemur á spún og beitu en í Elliðavatni er flugan sterkust en einnig hefur maðkurinn verið að gefa ágætlega. Þau vötn sem rétt er að nefna því veiðin þar á að fara að detta inn fljótlega er t.d. Hraunsfjörður, Gíslholtsvatn, Úlfljótsvatn, Meðalfellsvatn og auðvitað Þingvallavatn en þar er mikil urriðaveiði núna eins og venjulega á þessum árstíma. Bleikjan fer svo að mæta um miðjan maí. Mest lesið Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Telja laxeldi skaðlegt Ísafjarðardjúpi Veiði Vatnaveiðin að komast í góðan gír Veiði
1. maí opna vötnin sem hafa ekki þegar opnað fyrir veiðimönnum og framundan er vonandi farsælt og skemmtilegt veiðisumar fyrir fjölskylduna. Það er þó misjafnt hvernig veiðin byrjar í þeim í venjulegu árferði en það fer auðvitað mikið eftir því hvar á landinu þau eru en vötnin fyrir norðan eru oft aðeins seinni til. Á suður og vesturlandi er mikið af skemmtilegum vötnum og þau sem eru þegar farin að gefa ágæta veiði eru til dæmis Elliðavatn og Kleifarvatn. Urriðinn í þessum tveimur vötnum getur oft tekið vel á þessum tíma en það er þó munur á því hvernig þau eru veidd. Elliðavatn getur gefið vel fyrst á morgnana og á kvöldin en besta veiðin í Kleifarvatni er frá tíu á kvöldin og fram yfir miðnætti. Mesta veiðin þar kemur á spún og beitu en í Elliðavatni er flugan sterkust en einnig hefur maðkurinn verið að gefa ágætlega. Þau vötn sem rétt er að nefna því veiðin þar á að fara að detta inn fljótlega er t.d. Hraunsfjörður, Gíslholtsvatn, Úlfljótsvatn, Meðalfellsvatn og auðvitað Þingvallavatn en þar er mikil urriðaveiði núna eins og venjulega á þessum árstíma. Bleikjan fer svo að mæta um miðjan maí.
Mest lesið Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Telja laxeldi skaðlegt Ísafjarðardjúpi Veiði Vatnaveiðin að komast í góðan gír Veiði