Neytendur veri vakandi fyrir varhugaverðum vöggum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2019 11:45 Umræddar vöggur, Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price. CPSC Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggur en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug. Ekki er útilokað að einhverjar slíkar vöggur kunni að vera í notkun á Íslandi og eru neytendur því beðnir um að hafa varann á. Innköllunin nær til vagga af gerðinni Rock N' Play Sleepers sem talið er að hafi selst í 4,7 milljónum eintaka frá árinu 2009, þegar Fisher-Price kynnti þau fyrst fram á sjónarsviðið. Mynd af umræddum vöggum má sjá hér að ofan.Bandaríska neytendaverndarráðið greindi frá innkölluninni í gær en að sögn ráðsins hafa hið minnsta þrjátíu börn látið lífið í vöggunum. Flest dauðsföllin eiga að hafa átt sér stað þegar börnin sneru sér, ýmist á magann eða hliðina, og voru öll börnin meira en þriggja mánaða gömul. Fisher-Price hefur áður varað við því að hætta eigi notkun vagganna þegar börnin eru farin að geta snúið sér við. Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki efast um öryggi vörunnar.Ekki selt á Íslandi, gæti verið á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er stofnunin meðvituð um innköllunina. Eftir því sem Neytendastofa kemst næst hafa vöggurnar ekki verið til sölu hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé alþekkt að Íslendingar kaupi mikið af barnavörum í alþjóðlegum netverslunum eða í Bandaríkjunum og láti flytja til landsins. Því sé ekki loku fyrir það skotið að Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price megi finna á einhverjum íslenskum heimilum. Neytendastofa hvetur fólk því til að vera á varðbergi og mun stofnunin birta frekari upplýsingar á heimasíðu sinni eftir helgi. Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggur en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug. Ekki er útilokað að einhverjar slíkar vöggur kunni að vera í notkun á Íslandi og eru neytendur því beðnir um að hafa varann á. Innköllunin nær til vagga af gerðinni Rock N' Play Sleepers sem talið er að hafi selst í 4,7 milljónum eintaka frá árinu 2009, þegar Fisher-Price kynnti þau fyrst fram á sjónarsviðið. Mynd af umræddum vöggum má sjá hér að ofan.Bandaríska neytendaverndarráðið greindi frá innkölluninni í gær en að sögn ráðsins hafa hið minnsta þrjátíu börn látið lífið í vöggunum. Flest dauðsföllin eiga að hafa átt sér stað þegar börnin sneru sér, ýmist á magann eða hliðina, og voru öll börnin meira en þriggja mánaða gömul. Fisher-Price hefur áður varað við því að hætta eigi notkun vagganna þegar börnin eru farin að geta snúið sér við. Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki efast um öryggi vörunnar.Ekki selt á Íslandi, gæti verið á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er stofnunin meðvituð um innköllunina. Eftir því sem Neytendastofa kemst næst hafa vöggurnar ekki verið til sölu hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé alþekkt að Íslendingar kaupi mikið af barnavörum í alþjóðlegum netverslunum eða í Bandaríkjunum og láti flytja til landsins. Því sé ekki loku fyrir það skotið að Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price megi finna á einhverjum íslenskum heimilum. Neytendastofa hvetur fólk því til að vera á varðbergi og mun stofnunin birta frekari upplýsingar á heimasíðu sinni eftir helgi.
Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira