Það var Lewis Hamilton hjá Mercedes sem fór með sigur af hólmi í Sjanghæ kappakstrinum í morgun en í öðru sæti var liðsfélagi hans Valtteri Bottas.
Valtteri Bottas byjaði kappaksturinn á ráspól en missti hann Hamilton fram úr sér eftir lélega ræsinu. Það var svo Sebastian Vettel sem tók þriðja sætið.
Sigur Hamilton var í raun aldrei í hættu en hann ók að miklu öryggi allan tímann en sigurinn þýðir að fyrstu þrjár keppnir ársins hafa endað með tvöföldum Mercedes sigri.
Með sigrinum eykur Hamilton forskot sitt í stigakeppninni um titil ökumanna en Hamilton er nú með 68 stig en næstur á eftir honum er bottas með 62 stig. Langt er svo í næstu menn en það eru Verstappen með 39 stig, Vettel með 37 stig og Leclerc með 36 stig.
Hamilton fyrstur í mark
![Lewis Hamilton.](https://www.visir.is/i/49F709F01BFF89CF1AC700D02BA9003454EB4F9C87A3830235CFDDD7A3B619E3_713x0.jpg)