Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2019 11:00 Mickey Finn er öflug fluga í bleiku og urriða í köldum vötnum að vori. Mynd úr safni Það er kannski svolítið sérstakt að lesa þessa fyrirsögn í dálki um veiði og að það sé verið að tala um engar fréttir en það er alveg ástæða fyrir því. Málið er að Vífilstaðavatn er eitt af þessum vötnum sem opnar 1. apríl og er oft mikið stundað ef veður leyfir fyrstu vikurnar. Veður hefur að vísu ekki verið mönnum hagstætt til veiða í vatninu frá opnun en þó hafa komið nokkrir dagar þar sem einhver hefur staðið vaktina og kastað fyrir fisk. Við höfum aðeins heyrt frá nokkrum sem unna þessu litla vatni og hafa gert stutt stopp til að sjá hvort það sé eitthvað að gerast en það virðist lítið, nei, það er ekkert að frétta af aflabrögðum. Við höfum ekki heyrt af einum fisk úr vatninu á þessu vori og er það mjög sérstakt. Það er fiskur í vatninu, það er á hreinu, en það er kannski best að prófa eitthvað nýtt til að fá hann til að taka. Ég myndi til dæmis mæla með að nota ekki púpur heldur litlar Mickey Finn straumflugur og veiða djúpt. Vatnið er ekki djúpt til þess að gera en reyndu að strippa fluguna í stuttum snöggum rykkjum eftir botninum og sjáðu hvað gerist. Við bíðum átekta og spennt eftir fréttum úr vatninu. Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Ekki rætt um annað útboð Veiði Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Veiði
Það er kannski svolítið sérstakt að lesa þessa fyrirsögn í dálki um veiði og að það sé verið að tala um engar fréttir en það er alveg ástæða fyrir því. Málið er að Vífilstaðavatn er eitt af þessum vötnum sem opnar 1. apríl og er oft mikið stundað ef veður leyfir fyrstu vikurnar. Veður hefur að vísu ekki verið mönnum hagstætt til veiða í vatninu frá opnun en þó hafa komið nokkrir dagar þar sem einhver hefur staðið vaktina og kastað fyrir fisk. Við höfum aðeins heyrt frá nokkrum sem unna þessu litla vatni og hafa gert stutt stopp til að sjá hvort það sé eitthvað að gerast en það virðist lítið, nei, það er ekkert að frétta af aflabrögðum. Við höfum ekki heyrt af einum fisk úr vatninu á þessu vori og er það mjög sérstakt. Það er fiskur í vatninu, það er á hreinu, en það er kannski best að prófa eitthvað nýtt til að fá hann til að taka. Ég myndi til dæmis mæla með að nota ekki púpur heldur litlar Mickey Finn straumflugur og veiða djúpt. Vatnið er ekki djúpt til þess að gera en reyndu að strippa fluguna í stuttum snöggum rykkjum eftir botninum og sjáðu hvað gerist. Við bíðum átekta og spennt eftir fréttum úr vatninu.
Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Ekki rætt um annað útboð Veiði Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Veiði