Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2019 10:30 Grafísk mynd af sýn úr munna Sandeyjarganga, sem nú er verið að grafa. Mynd/Eystur- og Sandoyartunlar. Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga, sem þýðir að þrenn jarðgöng verða grafin samtímis í Færeyjum upp á alls 25 kílómetra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyingar hafa raunar staðið Íslendingum framar í jarðgangagerð allt frá því þeir opnuðu sín fyrstu göng árið 1963, Hvalbiargöngin. Þau voru bara einbreið og standast ekki nútímakröfur og í síðasta mánuði var skrifað undir verksamning um gerð nýrra Hvalbiarganga upp á 4,8 milljarða króna.Skrifað var undir verksamninga um gerð Hvalbiarganga í síðasta mánuði milli Landsverks og verktakans Articon.Mynd/Landsverk.Þessi jarðagangagerð bætist ofan á gerð tveggja neðansjávarganga, Austureyjarganga, sem verða 11,2 kílómetra löng, og Sandeyjarganga, sem verða 10.8 kílómetra löng. Nýju Hvalbiargöngin á Suðurey verða 2,5 kílómetra löng. Þessu til viðbótar undirbúa Færeyingar nú lengstu göngin, Suðureyjargöng, sem verða 26 kílómetra löng. Tímaáætlun liggur ekki fyrir en undirbúningur miðast við að þau geti verið tilbúin í kringum árið 2030. Með þeim verður búið að tengja allar helstu eyjar Færeyja saman með neðansjávargöngum.Grafísk mynd úr Austureyjargöngum. Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar en tveir gangamunnar verða að austanverðu.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarFæreyingar hafa notið efnahagslegrar velgengni undanfarin ár, ekki síst með uppbyggingu laxeldis. Sjókvíaeldi hefur vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og eldislax stóð á síðasta ári fyrir fjörutíu prósentum af útflutningstekjum eyjanna. Þegar gerð Austureyjarganganna hófst fyrir tveimur árum lýsti lögmaðurinn Aksel V. Johannesen þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna en þau tengja saman tvær stærstu eyjarnar, Straumey og Austurey, og stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýliskjarna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Áætlað er að Austureyjargöngin verði tekin í notkun á næsta ári.Teikning af munna Sandeyjarganga, en þau munu tengja Straumey og Sandey.Mynd/Eystur- og Sandoyartunlar.Gerð Sandeyjarganga hófst í desember en þau tengja eyjuna Sandey við vegakerfi Færeyja og er áætlað að þau verði tilbúin í árslok 2023. Til að kosta verkefnin nota Færeyingar blandaða fjármögnun. Þannig verða veggjöld innheimt í bæði Austureyjar- og Sandeyjargöngum en Hvalbiargöngin verða alfarið greidd úr landssjóði. Hér má sjá yfirlit yfir jarðgöng Færeyinga. Hérlendis gera íslensk stjórnvöld ráð fyrir því í samgönguáætlun að þegar Dýrafjarðargöngum lýkur taki við hlé á jarðgangagerð næsta áratug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um framkvæmdir Færeyinga: Dýrafjarðargöng Færeyjar Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning. 11. júní 2018 22:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga, sem þýðir að þrenn jarðgöng verða grafin samtímis í Færeyjum upp á alls 25 kílómetra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyingar hafa raunar staðið Íslendingum framar í jarðgangagerð allt frá því þeir opnuðu sín fyrstu göng árið 1963, Hvalbiargöngin. Þau voru bara einbreið og standast ekki nútímakröfur og í síðasta mánuði var skrifað undir verksamning um gerð nýrra Hvalbiarganga upp á 4,8 milljarða króna.Skrifað var undir verksamninga um gerð Hvalbiarganga í síðasta mánuði milli Landsverks og verktakans Articon.Mynd/Landsverk.Þessi jarðagangagerð bætist ofan á gerð tveggja neðansjávarganga, Austureyjarganga, sem verða 11,2 kílómetra löng, og Sandeyjarganga, sem verða 10.8 kílómetra löng. Nýju Hvalbiargöngin á Suðurey verða 2,5 kílómetra löng. Þessu til viðbótar undirbúa Færeyingar nú lengstu göngin, Suðureyjargöng, sem verða 26 kílómetra löng. Tímaáætlun liggur ekki fyrir en undirbúningur miðast við að þau geti verið tilbúin í kringum árið 2030. Með þeim verður búið að tengja allar helstu eyjar Færeyja saman með neðansjávargöngum.Grafísk mynd úr Austureyjargöngum. Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar en tveir gangamunnar verða að austanverðu.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarFæreyingar hafa notið efnahagslegrar velgengni undanfarin ár, ekki síst með uppbyggingu laxeldis. Sjókvíaeldi hefur vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og eldislax stóð á síðasta ári fyrir fjörutíu prósentum af útflutningstekjum eyjanna. Þegar gerð Austureyjarganganna hófst fyrir tveimur árum lýsti lögmaðurinn Aksel V. Johannesen þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna en þau tengja saman tvær stærstu eyjarnar, Straumey og Austurey, og stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýliskjarna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Áætlað er að Austureyjargöngin verði tekin í notkun á næsta ári.Teikning af munna Sandeyjarganga, en þau munu tengja Straumey og Sandey.Mynd/Eystur- og Sandoyartunlar.Gerð Sandeyjarganga hófst í desember en þau tengja eyjuna Sandey við vegakerfi Færeyja og er áætlað að þau verði tilbúin í árslok 2023. Til að kosta verkefnin nota Færeyingar blandaða fjármögnun. Þannig verða veggjöld innheimt í bæði Austureyjar- og Sandeyjargöngum en Hvalbiargöngin verða alfarið greidd úr landssjóði. Hér má sjá yfirlit yfir jarðgöng Færeyinga. Hérlendis gera íslensk stjórnvöld ráð fyrir því í samgönguáætlun að þegar Dýrafjarðargöngum lýkur taki við hlé á jarðgangagerð næsta áratug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um framkvæmdir Færeyinga:
Dýrafjarðargöng Færeyjar Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning. 11. júní 2018 22:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14
Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning. 11. júní 2018 22:00
Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30