Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Breiðabli 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar sem er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði á síðasta ári sem var það fyrsta undir stjórn nýs þjálfara. Blikarnir voru flottir í fyrra og náðu bæði silfri í deild og bikar og var komin almennt meiri leikgleði í liðið og umgjörðin öll tekin í gegn í kringum félagið. Blikarnir eru fórnarlömb eigin velgengni þegar kemur að því að búa til endalaust af góðum leikmönnum og hafa þeir misst nokkra væna bita í atvinnumennskuna eins og svo oft áður. Fleiri erlendir leikmenn eru á mála hjá því en undanfarin ár til að fylla í skörðin fyrir þá sem eru farnir en Breiðablik ætlar sér áframhaldandi stóra hluti. Það verður ekki annað sagt en fyrsta tímabil Ágústar Gylfasonar hafi lukkast mjög vel í Kópavoginum og virðast menn þar hafa veðjað algjörlega á réttan hest. Tvö silfur og 44 stig í deildinni niðurstaðan en liðið skoraði þriðja mest allra í deildinni og fékk á sig langfæst.Baksýnisspegillinn Óvíst er hvort Breiðablik hefði haldið dampi út allt mótið ef það hefði ekki fundið danska markahrókinn Thomas Mikkelsen sem skoraði í frumraun sinni í deildinni og hætti svo ekki að skora. Daninn skoraði í heildina tíu mörk í ellefu leikjum og átti hvað stærstan þátt í velgengni liðsins á seinni hluta Íslandsmótsins og í bikarnum en koma hans gjörsamlega breytti gangi mála hjá Blikunum. Liðið og leikmenngrafík/gvendurKvarnast hefur af miðjunni hjá Breiðabliki en Andri Rafn Yeoman er að sjálfsögðu á sínum stað. Töfrar Gísla Eyjólfssonar flugu með honum til Svíþjóðar en á miðjunni koma inn uppaldir Blikar sem kunna sitthvað fyrir sér í boltanum og svo bættist við einn reynslubolti og sigurvegari korter í mót. Framlínan ætti að geta boðið upp á fleiri mörk en í fyrra en spurning er hvort Davíð Ingvarsson geti fyllt almennilega í skarð Davíðs Kristjáns Ólafssonar sem að fór til Noregs.HryggjarstykkiðGunnleifur Gunnleifsson (f. 1975): Markvörðurinn eilífi átti sitt besta tímabil í þrjú ár í fyrra er hann fékk aðeins á sig 17 mörk fyrir aftan gríðarlega sterka vörn. Þrátt fyrir að verða 43 ára í fyrra varði hann 78 prósent skotanna sem að hann fékk á sig sem var hæsta hlutfallið í deildinni. Aldur er algjörlega afstæður þegar kemur að Gunnleifi sem er engum líkur í markinu.Damir Muminovic (f. 1990): Miðvörðurinn klettharði er búinn að vera stoð og stytta í varnarleik Blikanna í fimm ár og verður bara betri með hverju árinu. Damir er ekki bara sterkur og stór heldur les hann leikinn vel og var í fimmta sæti yfir unna bolta á vallarhemingi mótherjans og þá kláraði hann 83 prósent af 1.114 sendingum sínum á síðustu leiktíð sem sýnir að hann er alltaf að verða betri leikmaður. Damir er sá maður í vörn Breiðabliks sem þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur af stöðu sinni.Andri Rafn Yeoman (f. 1992): Miðjumaðurinn sem að getur hlaupið endalaust er að hefja sína elleftu leiktíð í meistaraflokki aðeins 27 ára gamall en hann er búinn að vera byrjunarliðsmaður undanfarinn áratug. Það ber ekki minna á nokkrum leikmanni deildarinnar miðað við gæði og framlag en þannig vill Andri hafa það. Hann var einn af tíu bestu miðjumönnum deildarinnar í fyrra sé litið til tölfræðinnar. Markaðurinngrafík/gvendurMarkaðurinn leit ekkert alltof vel út hjá Breiðabliki þar til á dögunum þegar að Guðjón Pétur Lýðsson dúkkaði upp í Kópavoginum eftir að eyða vetrinum fyrir norðan. Þar náðu Blikarnir sér í vænan bita og verður fróðlegt að sjá hvort hann byrjar strax fyrsta leik þegar að Ágúst virtist nú vera kominn með fyrstu þrjá á miðjuna. Viktor Karl Einarsson er gríðarlega spennandi leikmaður sem er að koma heim eftir að vera í hollenskri akademíu en hann hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið fastamaður í U21 árs landsliðinu. Kwame Quee er að koma aftur í efstu deild eftir að spila mjög vel í Inkasso-deildinni í fyrra og þá þekkir Ágúst Þóri Guðjónsson vel. Missirinn er aftur á móti mikill. Miðjan þurrkaðist nánast út með brotthvarfi Willums, Olivers og Gísla en þetta eru engir smá leikmenn sem fóru allir á einu bretti auk þess sem að einn besti vinstri bakvörður deildarinnar fékk einni tækifæri í atvinnumennskunni. Guðjón Pétur reif upp einkunnina hjá Blikunum með komu sinni en liðið hefur engu að síður spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu og bætti þarna við sig vænum bita.Markaðseinkunn: B- Hvað segir sérfræðingurinn? „Maður rennir dálítið blint í sjóinn með Blikana,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, um Breiðablik fyrir komandi sumar. „Mér fannst Ágúst gera þetta vel í fyrra á sinni fyrstu leiktíð. Hann bjó til skemmtilegan kjarna og kom með góða stemningu. Hann nálgaðist liðið öðruvísi held ég en fyrri þjálfarar höfðu gert.“ „Breytingarnar á liðinu núna á milli ára eru töluvert miklar og ég hef ekki séð þá styrkingu sem ég taldi að þeir þurftu á að halda til að fara þangað sem Breiðablik vill fara. Mér finnst þeir hafa misst mikið og þá sérstaklega af miðsvæðinu,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurBreiðablik náði sínum besta árangri undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sem gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta og eina skiptið 2010 og undir hans stjórn vann félagið líka fyrsta titilinn í karlaflokki árið áður þegar Blikar urðu bikarmeistarar 2009.Andri Rafn Yeoman er orðinn langleikjahæsti Blikinn í efstu deild og vantar nú aðeins níu leiki í að spila tvö hundruð leiki fyrir Breiðablik í úrvalsdeild. Andri Rafn er með 191 leik en næstur er Kristinn Jónsson með 148 leiki.Kristinn Steindórsson er markahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild með 34 mörk en hann bætti markamat Sigurðar Grétarssonar (31) áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2011 tímabilið. Sigurður var þá búinn að eiga það í að verða þrjá áratugi.Kristinn Jónsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Breiðablik í efstu deild eða alls 33. Hann er með ellefu fleiri stoðsendingar en næsti maður sem er Arnar Grétarsson (22). Vinsælasta sæti Blika í nútímafótbolta (1977-2018) er fimmta sætið sem liðið hefur lent í sex sinnum, síðast sumarið tvö ár í röð frá 2016 til 2017. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Þar sem nánast öll miðjan var keypt út í atvinnumennsku eða fengin aftur eftir lán væri nú ekki slæmt fyrir Blikana að nýta krafta og töfra Arnars Grétarssonar á miðjunni sem kláraði ferilinn sem bikarmeistari með uppeldisfélaginu. Arnar gæti svo líka hjálpað til við þjálfun liðsins en hann hafði náð frábærum árangri með Breiðablik áður en hann fór í skrúfuna og hann var látinn fara eftir tvo leiki fyrir tveimur árum síðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Litlar breytingar og minni árangur í Garðabænum Íþróttadeild Vísis spáir Stjörnunni 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 22. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Breiðabli 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar sem er tveimur sætum neðar en liðið hafnaði á síðasta ári sem var það fyrsta undir stjórn nýs þjálfara. Blikarnir voru flottir í fyrra og náðu bæði silfri í deild og bikar og var komin almennt meiri leikgleði í liðið og umgjörðin öll tekin í gegn í kringum félagið. Blikarnir eru fórnarlömb eigin velgengni þegar kemur að því að búa til endalaust af góðum leikmönnum og hafa þeir misst nokkra væna bita í atvinnumennskuna eins og svo oft áður. Fleiri erlendir leikmenn eru á mála hjá því en undanfarin ár til að fylla í skörðin fyrir þá sem eru farnir en Breiðablik ætlar sér áframhaldandi stóra hluti. Það verður ekki annað sagt en fyrsta tímabil Ágústar Gylfasonar hafi lukkast mjög vel í Kópavoginum og virðast menn þar hafa veðjað algjörlega á réttan hest. Tvö silfur og 44 stig í deildinni niðurstaðan en liðið skoraði þriðja mest allra í deildinni og fékk á sig langfæst.Baksýnisspegillinn Óvíst er hvort Breiðablik hefði haldið dampi út allt mótið ef það hefði ekki fundið danska markahrókinn Thomas Mikkelsen sem skoraði í frumraun sinni í deildinni og hætti svo ekki að skora. Daninn skoraði í heildina tíu mörk í ellefu leikjum og átti hvað stærstan þátt í velgengni liðsins á seinni hluta Íslandsmótsins og í bikarnum en koma hans gjörsamlega breytti gangi mála hjá Blikunum. Liðið og leikmenngrafík/gvendurKvarnast hefur af miðjunni hjá Breiðabliki en Andri Rafn Yeoman er að sjálfsögðu á sínum stað. Töfrar Gísla Eyjólfssonar flugu með honum til Svíþjóðar en á miðjunni koma inn uppaldir Blikar sem kunna sitthvað fyrir sér í boltanum og svo bættist við einn reynslubolti og sigurvegari korter í mót. Framlínan ætti að geta boðið upp á fleiri mörk en í fyrra en spurning er hvort Davíð Ingvarsson geti fyllt almennilega í skarð Davíðs Kristjáns Ólafssonar sem að fór til Noregs.HryggjarstykkiðGunnleifur Gunnleifsson (f. 1975): Markvörðurinn eilífi átti sitt besta tímabil í þrjú ár í fyrra er hann fékk aðeins á sig 17 mörk fyrir aftan gríðarlega sterka vörn. Þrátt fyrir að verða 43 ára í fyrra varði hann 78 prósent skotanna sem að hann fékk á sig sem var hæsta hlutfallið í deildinni. Aldur er algjörlega afstæður þegar kemur að Gunnleifi sem er engum líkur í markinu.Damir Muminovic (f. 1990): Miðvörðurinn klettharði er búinn að vera stoð og stytta í varnarleik Blikanna í fimm ár og verður bara betri með hverju árinu. Damir er ekki bara sterkur og stór heldur les hann leikinn vel og var í fimmta sæti yfir unna bolta á vallarhemingi mótherjans og þá kláraði hann 83 prósent af 1.114 sendingum sínum á síðustu leiktíð sem sýnir að hann er alltaf að verða betri leikmaður. Damir er sá maður í vörn Breiðabliks sem þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur af stöðu sinni.Andri Rafn Yeoman (f. 1992): Miðjumaðurinn sem að getur hlaupið endalaust er að hefja sína elleftu leiktíð í meistaraflokki aðeins 27 ára gamall en hann er búinn að vera byrjunarliðsmaður undanfarinn áratug. Það ber ekki minna á nokkrum leikmanni deildarinnar miðað við gæði og framlag en þannig vill Andri hafa það. Hann var einn af tíu bestu miðjumönnum deildarinnar í fyrra sé litið til tölfræðinnar. Markaðurinngrafík/gvendurMarkaðurinn leit ekkert alltof vel út hjá Breiðabliki þar til á dögunum þegar að Guðjón Pétur Lýðsson dúkkaði upp í Kópavoginum eftir að eyða vetrinum fyrir norðan. Þar náðu Blikarnir sér í vænan bita og verður fróðlegt að sjá hvort hann byrjar strax fyrsta leik þegar að Ágúst virtist nú vera kominn með fyrstu þrjá á miðjuna. Viktor Karl Einarsson er gríðarlega spennandi leikmaður sem er að koma heim eftir að vera í hollenskri akademíu en hann hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið fastamaður í U21 árs landsliðinu. Kwame Quee er að koma aftur í efstu deild eftir að spila mjög vel í Inkasso-deildinni í fyrra og þá þekkir Ágúst Þóri Guðjónsson vel. Missirinn er aftur á móti mikill. Miðjan þurrkaðist nánast út með brotthvarfi Willums, Olivers og Gísla en þetta eru engir smá leikmenn sem fóru allir á einu bretti auk þess sem að einn besti vinstri bakvörður deildarinnar fékk einni tækifæri í atvinnumennskunni. Guðjón Pétur reif upp einkunnina hjá Blikunum með komu sinni en liðið hefur engu að síður spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu og bætti þarna við sig vænum bita.Markaðseinkunn: B- Hvað segir sérfræðingurinn? „Maður rennir dálítið blint í sjóinn með Blikana,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, um Breiðablik fyrir komandi sumar. „Mér fannst Ágúst gera þetta vel í fyrra á sinni fyrstu leiktíð. Hann bjó til skemmtilegan kjarna og kom með góða stemningu. Hann nálgaðist liðið öðruvísi held ég en fyrri þjálfarar höfðu gert.“ „Breytingarnar á liðinu núna á milli ára eru töluvert miklar og ég hef ekki séð þá styrkingu sem ég taldi að þeir þurftu á að halda til að fara þangað sem Breiðablik vill fara. Mér finnst þeir hafa misst mikið og þá sérstaklega af miðsvæðinu,“ segir Reynir Leósson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurBreiðablik náði sínum besta árangri undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sem gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta og eina skiptið 2010 og undir hans stjórn vann félagið líka fyrsta titilinn í karlaflokki árið áður þegar Blikar urðu bikarmeistarar 2009.Andri Rafn Yeoman er orðinn langleikjahæsti Blikinn í efstu deild og vantar nú aðeins níu leiki í að spila tvö hundruð leiki fyrir Breiðablik í úrvalsdeild. Andri Rafn er með 191 leik en næstur er Kristinn Jónsson með 148 leiki.Kristinn Steindórsson er markahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild með 34 mörk en hann bætti markamat Sigurðar Grétarssonar (31) áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2011 tímabilið. Sigurður var þá búinn að eiga það í að verða þrjá áratugi.Kristinn Jónsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir Breiðablik í efstu deild eða alls 33. Hann er með ellefu fleiri stoðsendingar en næsti maður sem er Arnar Grétarsson (22). Vinsælasta sæti Blika í nútímafótbolta (1977-2018) er fimmta sætið sem liðið hefur lent í sex sinnum, síðast sumarið tvö ár í röð frá 2016 til 2017. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar Þar sem nánast öll miðjan var keypt út í atvinnumennsku eða fengin aftur eftir lán væri nú ekki slæmt fyrir Blikana að nýta krafta og töfra Arnars Grétarssonar á miðjunni sem kláraði ferilinn sem bikarmeistari með uppeldisfélaginu. Arnar gæti svo líka hjálpað til við þjálfun liðsins en hann hafði náð frábærum árangri með Breiðablik áður en hann fór í skrúfuna og hann var látinn fara eftir tvo leiki fyrir tveimur árum síðan.
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Litlar breytingar og minni árangur í Garðabænum Íþróttadeild Vísis spáir Stjörnunni 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 22. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Vel mannaðir en vonbrigði fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00