Handbolti

Tandri kemur heim í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tandri snýr aftur á heimahagana í sumar.
Tandri snýr aftur á heimahagana í sumar. vísir/ernir
Tandri Már Konráðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna. Hann gengur í raðir uppeldisfélagsins í sumar.

Tandri hefur leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Danmörku undanfarin ár. Frá 2016 hefur hann leikið með Skjern. Hann varð danskur meistari með liðinu í fyrra.

Tandri hóf ferilinn með Stjörnunni en gekk í raðir HK 2011. Þar lék hann í tvö ár og varð Íslandsmeistari með Kópavogsliðinu.

Stjarnan er einnig búin að semja við Ólaf Bjarka Ragnarsson og því verða fjórir leikmenn úr Íslandsmeistaraliði HK 2012 í liði Garðbæinga á næsta tímabili. Leó Snær Pétursson og Bjarki Már Gunnarsson eru fyrir í herbúðum Stjörnunnar.

Tandri, sem verður 29 ára í sumar, hefur leikið 23 leiki fyrir íslenska landsliðið.

Stjarnan er í 7. sæti Olís-deildar karla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×